Ástandsskoðun brúa
Brú, Brýr, Brúarmannvirki, Líftími brúarmannvirkja, Skoðun á brúm, Brúarviðhald
Eitt af nauðsynlegum viðfangsefnum vegna brúa í rekstri er að framkvæma ástandsskoðun á þeim reglulega þar sem mat er lagt á ásigkomulag brúarmannvirkisins.
Hjá EFLU starfa reyndir sérfræðingar á sviði brúarhönnunar og framkvæma þeir mat á ástandi brúarmannvirkja bæði á Íslandi og í Noregi.
Tengiliður
Magnús ArasonByggingarverkfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6158 / +354 665 6158Netfang: magnus.arason@efla.is

Gott viðhald sparar tíma og fjármagn
Hámörkun líftíma brúarmannvirkja í rekstri getur haft mikla efnahagslega þýðingu fyrir rekstraraðila brúa. Áunnin reynsla á þessu sviði mun nýtast fleiri viðskiptavinum EFLU á næstu árum.
Á meðal þjónustusviða eru
- Ástandsskoðun stálvirkja meðal annars m.t.t. tæringar og aflögunar
- Ástandsskoðun steypuvirkja, þ.m.t. mælingar á klóríðdýpt, karbónatmyndun, steypustyrk og steypuhulu
- Hönnun vöktunarkerfa
- Titringsmælingar