Ástandsskoðun brúa

Brú, Brýr, Brúarmannvirki, Líftími brúarmannvirkja, Skoðun á brúm, Brúarviðhald

Eitt af nauðsynlegum viðfangsefnum vegna brúa í rekstri er að framkvæma ástandsskoðun á þeim reglulega þar sem mat er lagt á ásigkomulag brúarmannvirkisins.


Hjá EFLU starfa reyndir sérfræðingar á sviði brúarhönnunar og framkvæma þeir mat á ástandi brúarmannvirkja bæði á Íslandi og í Noregi. 

Tengiliður

Eftir að ástandsskoðun brúa hefur verið framkvæmd veita starfsmenn EFLU ráðgjöf um viðhald, vöktun og eftir atvikum styrkingar með það fyrir augum að hámarka líftíma mannvirkjanna.

Gott viðhald sparar tíma og fjármagn

Hámörkun líftíma brúarmannvirkja í rekstri getur haft mikla efnahagslega þýðingu fyrir rekstraraðila brúa. Áunnin reynsla á þessu sviði mun nýtast fleiri viðskiptavinum EFLU á næstu árum.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Ástandsskoðun stálvirkja meðal annars m.t.t. tæringar og aflögunar
  • Ástandsskoðun steypuvirkja, þ.m.t. mælingar á klóríðdýpt, karbónatmyndun, steypustyrk og steypuhulu
  • Hönnun vöktunarkerfa
  • Titringsmælingar

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei