Brýr - styrkingar og viðhald
Brú, Viðhald brúa, Styrking brúa, Burðargeta brúa, Brúm, Brýr í rekstri
Undanfarin ár hefur EFLA unnið fjölda verkefna sem snúa að brúm í rekstri, einkum fyrir norsku vegagerðina, en hún leggur mikla áherslu á að hámarka líftíma brúarmannvirkja sinna, án þess að slakað sé á kröfum um öryggi vegfarenda.
Tengiliður
Magnús ArasonByggingarverkfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6158 / +354 665 6158Netfang: magnus.arason@efla.is
Verkefnin hafa falist í greiningu á burðargetu brúa með hliðsjón af breyttum álagsforsendum og hönnun styrkinga og endurbóta á einstökum hlutum burðarvirkjanna.
Mikil þekking og gagnabanki af viðurkenndum lausnum hafa byggst upp við starfsemina og nýtist sérfræðingum EFLU við að aðstoða viðskiptavini sína við að hámarka líftíma brúa.
Aukin þekking, aukin ending
Hámörkun líftíma brúarmannvirkja í rekstri getur haft mikla efnahagslega þýðingu fyrir rekstraraðila brúa. Áunnin reynsla á þessu sviði mun nýtast fleiri viðskiptavinum EFLU á næstu árum.
Á meðal þjónustusviða eru
- Greining á burðargetu brúarmannvirkja í rekstri gagnvart margs konar áraun
- Hönnun styrkinga fyrir brýr, m.a. úr koltrefjum
- Hönnun endurbóta á brúarköntum, vegriðum, slitlagi og tæringarvörnum brúa