Flugvellir

Flugvöllur, Flugsamgöngur, Flug, Flugstöðvarbyggingar

Vegna mikils vaxtar í flugumferð síðustu misseri er gott skipulag og skilvirkni flugvalla orðinn mikilvægur þáttur í rekstri þeirra. EFLA veitir alhliða ráðgjöf vegna uppbyggingar, hönnunar og starfsemi flugvalla. 

Tengiliðir

Undanfarin ár hefur EFLA komið að hönnun flugvalla, veitt ráðgjöf um umhverfisáhrif flugvalla, séð um ástandsskoðun slitlaga, sinnt eftirliti með malbiksframkvæmdum og unnið að hljóðráðgjöf og metið hávaðadreifingu vegna notkunar flugvalla. 

Þá veitir EFLA líka víðtæka ráðgjöf á sviði raf- og öryggiskerfa ásamt lýsingu flugstöðvarbygginga, sem og á sviði umferðar og skipulags, það er aðkoma gesta að flugvelli og stýring bílastæða.

Uppbygging og skipulag skiptir sköpum

Aukin notkun flugbrauta eykur áherslu á að uppbygging þeirra sé rétt og að slitlagi sé vel viðhaldið. Þá getur skipt sköpum að öryggiskerfi og fjarskipti á flughlöðum séu öflug og örugg, sem og að lýsing sé rétt. Sama gildir um aðkomu að flugstöðvar-byggingum og bílastæðum, þar sem umferðarskipulag, aðgangsstýringar og góð lýsing eru í lykilhlutverki. 

Á meðal þjónustusviða eru

 • Ástandskoðun og eftirlit slitlaga
 • Hönnun flugbrauta
 • Hönnun flugvélastæða og vegaaðkomu
 • Hönnun brautar- og aðflugsljósa
 • Hönnun lýsingar flughlaða
 • Hönnun öryggis- og aðgangsstýrikerfa
 • Hönnun myndavélakerfa
 • Hönnun fjarskiptakerfa
 • Hönnunarráðgjöf mannvirkja
 • Hljóðreikningar - hávaðadreifing
 • Aðgangstýring bílastæða
 • Umferðarskipulag aðkomu og í nánd við flugvelli
 • Umhverfismál, loftgæði

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei