Flugvellir
Flugvöllur, Flugsamgöngur, Flug, Flugstöðvarbyggingar
Vegna mikils vaxtar í flugumferð síðustu misseri er gott skipulag og skilvirkni flugvalla orðinn mikilvægur þáttur í rekstri þeirra. EFLA veitir alhliða ráðgjöf vegna uppbyggingar, hönnunar og starfsemi flugvalla.
Tengiliðir
Guðmundur Guðnason Byggingarverkfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6086 / +354 665 6086 Netfang: gudmundur.gudnason@efla.is Reykjavík
Þórir Helgi Helgason Öryggisráðgjöf Sími: +354 412 6201 / +354 665 6201 Netfang: thorir.helgason@efla.is Reykjavík
Kristinn Hauksson Rafeindatæknifræðingur B.Sc. Sími: +354 412 6151 / +354 665 6151 Netfang: kristinn.hauksson@efla.is Reykjavík
Þá veitir EFLA líka víðtæka ráðgjöf á sviði raf- og öryggiskerfa ásamt lýsingu flugstöðvarbygginga, sem og á sviði umferðar og skipulags, það er aðkoma gesta að flugvelli og stýring bílastæða.
Uppbygging og skipulag skiptir sköpum
Aukin notkun flugbrauta eykur áherslu á að uppbygging þeirra sé rétt og að slitlagi sé vel viðhaldið. Þá getur skipt sköpum að öryggiskerfi og fjarskipti á flughlöðum séu öflug og örugg, sem og að lýsing sé rétt. Sama gildir um aðkomu að flugstöðvar-byggingum og bílastæðum, þar sem umferðarskipulag, aðgangsstýringar og góð lýsing eru í lykilhlutverki.
Á meðal þjónustusviða eru
- Ástandskoðun og eftirlit slitlaga
- Hönnun flugbrauta
- Hönnun flugvélastæða og vegaaðkomu
- Hönnun brautar- og aðflugsljósa
- Hönnun lýsingar flughlaða
- Hönnun öryggis- og aðgangsstýrikerfa
- Hönnun myndavélakerfa
- Hönnun fjarskiptakerfa
- Hönnunarráðgjöf mannvirkja
- Hljóðreikningar - hávaðadreifing
- Aðgangstýring bílastæða
- Umferðarskipulag aðkomu og í nánd við flugvelli
- Umhverfismál, loftgæði