Göngu- og hjólabrýr

Göngubrú, Hjólabrú, Gangandi vegfarendur, Hjólandi vegfarendur, Hjólastígar

Sérfræðingar EFLU hafa sérhæft sig í hönnun brúa fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. 


Á undanförnum árum hafa verið leyst mörg og flókin verkefni á þessu sviði bæði á Íslandi og í Noregi.

Tengiliðir

Verkefnin sem EFLA kemur að eru að jafnaði unnin í samstarfi við arkitekta, landslagsarkitekta og skipulagsfræðinga á sviði hjólreiða. Mikil áhersla er lögð á að útfærsla og ásýnd mannvirkjanna falli vel að umhverfi sínu hvort sem um er að ræða brýr sem þvera umferðargötur, vegi eða vatnsföll.

Göngubrýr EFLU eru hannaðar samkvæmt Evrópustöðlum. Í mörgum tilvikum hefur stálvirki orðið fyrir valinu sem burðarvirki brúnna þar sem slík mannvirki er unnt að reisa með minnstri mögulegri röskun á umferð um framkvæmdasvæðið á byggingartímanum. Sveiflugreining er mikilvægur þáttur í hönnuninni og miðar að því að tryggja að útfærsla mannvirkjanna sé með þeim hætti að sveifluhegðun þeirra valdi notendum ekki óþægindum.

Einfaldur og þægilegur ferðamáti

Eftirspurn eftir göngu- og hjólabrúm í þéttbýli hefur aukist undanfarin ár með auknum fjölda þeirra sem velja hjólreiðar sem samgöngumáta og mun sú þróun halda áfram.



Nokkrar göngu- og hjólabrýr EFLU og samstarfsaðila hafa unnið til verðlauna á undanförnum árum.

Brú yfir hringbrautGöngubrúin við Hringbraut er ein verðlaunuðu brúarmannvirkjanna.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Frumdrög göngu- og hjólabrúa á skipulagsstigum
  • Verkhönnun göngu- og hjólabrúa
  • Sveiflugreining

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei