Hjólreiðar

Hjól, Hjólreiðamenn, Hjólastígar, Reiðhjól, Hjólastæði, Reiðhjólafólk

Hjólreiðar eru í mikilli sókn í dag. Um allan heim er litið til hjólreiða sem hluta af þeim áherslum að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og útþenslu gatnakerfisins.


EFLA hefur góða þekkingu á kröfum og aðstæðum hjólreiðamanna og veitir fjölþætta þjónustu á því sviði. Verkefnin spanna allt frá rýni á útfærslum og skipulagi upp í stærri hönnunarverkefni.

Tengiliðir

EFLA leggur mikla áherslu á að fylgjast með rannsóknum og nýjungum á sviði  hönnunar fyrir reiðhjól þannig ávallt sé veitt ráðgjöf í samræmi nýjustu þekkingu.

Með fjölgun hjólreiðamanna er eðlilegt að umferð hjólreiðamanna verði aðskilin, ekki bara frá ökumönnum heldur líka frá gangandi vegfarendum. Það er því mikilvægt að útfæra aðgengilegar og greiðfærar lausnir fyrir fjölbreyttan hóp fólks. 

Stærstu áskoranir hjólreiðaverkefna felast annars vegar í því hversu fjölbreyttur hópur hjólreiðamanna er og hins vegar að oftast er verið að vinna í núverandi umhverfi þar sem ekki hefur verið gert ráð fyrir reiðhjólinu frá upphafi og pláss því oft takmarkað. Slík vinna krefst skilnings á eðli hjólaumferðarinnar samhliða þekkingu á umferðar­öryggi, því umferðaröryggi og öryggistilfinning hjólreiðamanna fer ekki endilega saman. 

Heildarlausnir á málefnum hjólreiða

Víðtæk þekking og skilningur sérfræðinga EFLU á málefnum hjólreiða nýtist við að skila heildarlausn við einfaldar jafnt sem flóknar aðstæður.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Hjólreiðaáætlun, mótun stefnu og aðgerðaáætlunar til eflingar hjólreiða
  • Úttektir og tillögur að bættu aðgengi og öryggi hjólreiðamanna
  • Göngu-, hjólastígar og hjólareinar, hönnun og útfærsla
  • Hjólastæði, staðsetning og útfærsla
  • Samspil hjólreiða og almenningssamgangna, innan og utan þéttbýlis

Tengd þjónusta



Var efnið hjálplegt? Nei