Styrkingar vega

Vegur, Vegakerfi, Burðarþol vega, Malbik, Götur, Gata, Umferð

Núverandi vegakerfi er víða komið til ára sinna eða hefur brotnað niður hraðar en gert var ráð fyrir. Vegna þessa er á mörgum stöðum orðið nauðsynlegt að ráðast í endurbætur og styrkingar. EFLA veitir ráðgjöf um hvernig megi viðhalda og styrkja vegi, þannig að framkvæmdin verði hagkvæm og endingin góð. 

Tengiliðir

Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að vegir brotna niður hraðar en gert var ráð fyrir en líklegt er að umferð um vegina sé meiri og þyngri heldur en áætlað var í hönnuninni, að vegagerðarefnin hafi ekki verið nægjanlega góð, styrkur undirbyggingar hafi verið ofmetinn eða óhagstæð umhverfisskilyrði.

Þegar kemur að burðarþolsstyrkingum vega eru margar leiðir færar en miklu máli skiptir að velja réttu aðferðina þannig að framkvæmdin verði sem hagkvæmust og ending styrkingarinnar eins og til var ætlast. Algengustu aðferðirnar til styrkinga eru að binda burðarlagið, grafa niður og efnisskipta, byggja ofan á eða nota bendi- og jarðvegsdúka (geotextile). Þessar aðferðir eru ólíkar í umfangi, verði, endingu og henta fyrir mismunandi aðstæður. Þær eru allt frá því að setja bendidúka í yfirlag (malbik) yfir í að grafa út burðarlög vegarins og endurbyggja.

Undirbúningur er mikilvægur

Styrkingar og endurbætur á vegakerfinu eru dýrar framkvæmdir sem valda oft miklum töfum og truflunum. Vegna þessa er nauðsynlegt að vel takist til þegar farið er af stað og skiptir þá miklu máli að hönnun og aðferðafræði styrkingarinnar sé vel ígrunduð.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Vegir og götur
  • Rannóknarstofa / jarðtæknirannsóknir
  • Viðhald gatna og stíga
  • Blágrænar ofanvatnslausnir / fráveitu- og ofanvatnskerfi

Hvers vegna brotna vegir niður?

Vegir brotna niður og eyðileggjast með tímanum en algengt er að vegir séu hannaðir til 20 ára en endurnýjun slitlags sé tíðari. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að vegir brotna niður hraðar en gert var ráð fyrir en líklegt er að umferð um vegina sé meiri og þyngri heldur en gert var ráð fyrir í hönnuninni, að vegagerðarefnin hafi ekki verið nægjanlega góð, styrkur undirbyggingar hafi verið ofmetinn eða óhagstæð umhverfisskilyrði.

Hvernig er aðferð til styrkinga valin?

Litið er til brotmynsturs í veginum og teknar prufuholur til að meta efnisgæði vegbyggingarinnar, umhverfisaðstæður kannaðar og reynsla. Út frá þessum athugunum er sagt til um hvaða aðferðir teljast heppilegur kostur. En oftast eru fleiri en ein aðferð sem koma til greina og þá er litið til kostnaðar og líklegrar endingar.

Tengd þjónustaVar efnið hjálplegt? Nei