Vegir og götur
Vegur, Gata, Götur, Samgöngur, Samgöngumannvirki, Gatnaskipulag, Skipulag gatna, Vegahönnun, Gatnahönnun, Hönnun vega, hönnun gatna
Öll leggjum við traust á góðar samgöngur í okkar daglega lífi og væntum þess að þær séu skilvirkar.
Sérfræðingar EFLU í skipulagningu og hönnun samgöngumannvirkja veita ráðgjöf með það að markmiði að bæta gæði þeirra og tryggja öruggar, skilvirkar og vistvænar samgöngur.
Tengiliðir
Guðmundur Guðnason Byggingarverkfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6086 / +354 665 6086 Netfang: gudmundur.gudnason@efla.is Reykjavík
Hjálmar Skarphéðinsson Byggingartæknifræði B.Sc. Sími: +354 412 6118 / +354 665 6118 Netfang: hjalmar.skarphedinsson@efla.is Reykjavík
Þverfagleg hönnun er hluti af flestum okkar samgönguverkefnum þar sem taka þarf tillit til margra ólíkra þátta með það að markmiði að hanna hagkvæmar og vistvænar lausnir. Við notum 3D tækni í hönnuninni þar sem teymi fólks með ólíkan faglegan bakgrunn miðla og bæta þekkingu hvers annars, og vinna þannig að sameiginlegri lausn verkefnis.
Fjölbreytt verkefni
Innan samgöngusviðs EFLU vinnum við að fjölbreyttum verkefnum á sviði veg- og gatnahönnunar. Má þar nefna skipulagningu og hönnun vega og gatna, göngu- og hjólastíga, hönnun strætóreina, umferðargreiningar, skipulagningu og hönnun ólíkra ferðamáta, hönnun ofanvatnslausna, útetktir og gerð viðhaldsáætlana fyrir götur, styrkingu vega, gerð útboðsgagna og kostnaðaráætlana og eftirlit.
Víðtæk reynsla í samgönguverkfræði
EFLA leggur áherslu á hagkvæmar og umhverfisvænar lausnir í þeim samgönguverkefnum sem við tökum þátt í. Við erum fjölbreyttur hópur sérfræðinga með víðtæka reynslu í samgönguverkfræði.
Á meðal þjónustusviða eru
- Veg- og gatnahönnun
- Hönnunarstjórnun samgönguverkefna
- Hönnun sérrýma fyrir almenningssamgöngur
- Umferðarmerkingar
- Umferðartækni
- Jarðtækni
- Gatnalýsing
- Landslagshönnun
- Styrking vega
- Umferðaröryggi
- Umferðarskipulag
- Útboðsgagnagerð og kostnaðaráætlanir
- Eftirlit