Efnamál
Efni, Efnastjórnun, Meðhöndlun efna, Öryggi efna
Notkun og meðhöndlun efna getur haft áhrif á heilsu og öryggi manna og umhverfi. Það er því lagaleg skylda atvinnurekenda að hafa til staðar öryggisblöð á íslensku fyrir öll varasöm efni sem notuð eru hjá fyrirtækinu.
Sérfræðingar EFLU á sviði efnaverkfræði veita ráðgjöf og sjá um fræðslu varðandi efnastjórnun og efnaáhættumat.
Tengiliðir
Eva Yngvadóttir Efnaverkfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6078 / +354 665 6078 Netfang: eva.yngvadottir@efla.is Reykjavík
Helga J. Bjarnadóttir Efna- og umhverfisverkfræðingur M.Sc. - Sviðsstjóri Sími: +354 412 6109 / +354 665 6109 Netfang: helga.j.bjarnadottir@efla.is Reykjavík
Páll Höskuldsson Efnaverkfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6172 / +354 665 6172 Netfang: pall.hoskuldsson@efla.is Reykjavík
EFLA aðstoðar fyrirtæki við efnastjórnun og gerð efnaáhættumats og hefur gert samstarfssamning við norska fyrirtækið EcoOnline sem þróað hefur veflægan efnastjórnunarhugbúnað til að halda utan um efnalista, uppfærð öryggisblöð, efnaáhættumat og margt fleira.
Fyllstu varúðar skal gætt
Notkun og meðhöndlun efna getur haft áhrif á heilsu og öryggi manna og umhverfi. Því skiptir miklu máli að vandað sé til efnamála hjá fyrirtækjum.
Á meðal þjónustusviða eru
- Fræðsla um efnamál þ.e. hvers vegna eru efni varasöm og hvað þarf að varast við notkun og meðhöndlun þeirra
- Fræðsla um öryggisblöð þ.e. hvaða upplýsingar birtast þar og hvernig starfsmenn geta nýtt sér þær upplýsingar til að koma í veg fyrir tjón á heilsu og umhverfi
- Aðstoð við efnastjórnun
- Fræðsla og þjálfun á efnastjórnunarhugbúnaðinn EcoOnline
- Aðstoð við gerð efnaáhættumats