Fráveitur og ofanvatnskerfi

Ofanvatnslausnir, Veitukerfi, Fráveitukerfi, Fráveitumál, Innviðir, Fráveituhreinsun, Veitumannvirki, Blágrænar ofanvatnslausnir, Skólphreinsun, Flóðaútreikningar, Salernislausnir, Þurrklósett.

Fráveitur og örugg veitukerfi eru ein af grunnstoðum nútíma velferðarsamfélags og er EFLA leiðandi í ráðgjöf á sviði fráveituhreinsunar, hönnunar veitukerfa og veitumannvirkja.

Tengiliðir

Ofanvatnslausnir eru mikilvægur hluti öruggra veitukerfa,  þar sem þær geta létt á eldri veitukerfum ásamt því að aðlaga samfélagið að loftslagsbreytingum og aukinni ákefð úrkomu sem loftslagsbreytingum fylgir. Þannig má nota ofanvatnslausnir til að verja umhverfi og innviði byggðarinnar gegn flóðum, bæði vegna úrkomu og vegna of mikils álags á eldri veitukerfi. Ofanvatn getur innihaldið ýmis mengunarefni sem mikilvægt er að hreinsa úr áður en því er veitt í viðkvæma viðtaka.

Ofanvatnslausnir geta einnig haft fagurfræðilegt gildi og þannig haft áhrif á upplifun íbúa af umhverfinu. Þegar gróður er notaður sem  hluti þessara lausna er gjarnan talað um blágrænar ofanvatnslausnir.

Fráveitur og ráðgjöf frá a-ö

EFLA hefur mikla reynslu af hönnun salernislausna fyrir vinsæla ferðamannastaði, sem og fyrir afskekkta staði þar sem nota þarf óhefðbundnar salernislausnir svo sem þurrsalerni.

Sérfræðingar EFLU hafa yfirgripsmikla reynslu af þverfaglegri nálgun innan fráveitu- og ofanvatnskerfa, sem nýtt er í öllum verkefnum. Við leggjum mikla áherslu á gæði lausna og öryggi veitukerfa þar sem bæði vel þekktar lausnir og nýjungar eru nýttar til að aðlaga veitukerfi að nýjum og krefjandi aðstæðum í nútíma samfélagi.

Öruggar og nýstárlegar lausnir

Hjá EFLU er mikill metnaður lagður í að hanna fráveitur og ofanvatnslausnir sem uppfylla vaxandi kröfur samfélagsins um öryggi og nýstárlegar lausnir.

Fráveitur | Þjónusta

  • Hönnun skólphreinsistöðva og veitumannvirkja  
  • Lagnahönnun og endurnýjun eldri lagnakerfa
  • Ofanvatnslausnir og drenkerfi
  • Skólpdælustöðvar
  • Salernis- og veitulausnir fyrir ferðaþjónustu og ferðamannastaði
  • Rotþrær og siturbeð
  • Nýting seyru
  • Flóðaútreikningar
  • Yfirföll og útrásir
  • Veitukerfi á skipulagsstigi
  • Uppsetning á veitukerfum í 3D líkani

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei