Grænt bókhald og útstreymisbókhald

Umhverfisbókhald, Umhverfisskýrsla, Kolefnisbókhald

Fyrirtæki sem geta valdið mengun með starfsemi sinni ber lagaleg skylda til að veita almenningi, félagasamtökum og stjórnvöldum upplýsingar um hvernig umhverfismálum er háttað í starfseminni sbr. reglugerð um grænt bókhald.


Sérfræðingar EFLU veita ráðgjöf við gerð græns bókhalds, útstreymisbókhalds og endurskoðun þess. Þá veitir EFLA einnig ráðgjöf við gerð losunarskýrslna vegna viðskiptakerfis um losunarheimildir. 

Tengiliðir

Ýmis fyrirtæki og sveitarfélög kjósa auk þess að leggja fram grænt bókhald í formi umhverfisskýrslu eða samfélagsskýrslu sem vitnisburð um frammistöðu sína í umhverfismálum.

Grænt bókhald og endurskoðun

EFLA veitir fyrirtækjum ráðgjöf við gerð græns bókhalds og endurskoðun þess. Í grænu bókhaldi koma fram upplýsingar um hvernig notkun hráefna, orku, jarðhitavatns og kalds vatns sem og magn úrgangs, spilliefna og mengandi efna í frárennsli eða útblæstri sem kröfur eru gerðar um í starfsleyfi viðkomandi starfsemi. Hér er því um magntölubókhald eða efnisuppgjör að ræða auk þess sem almennt er fjallað um hvernig umhverfismálum er háttað í starfsemi fyrirtækisins.

Samkvæmt reglugerð um grænt bókhald skal skýrsla um grænt bókhald endurskoðuð á sambærilegan hátt og fjárhagsbókhald fyrirtækja. Jafnframt skal endurskoðun græns bókhalds framkvæmd af aðila sem hefur yfir að ráða þekkingu á sviði framleiðslu- og umhverfismála viðkomandi fyrirtækis þ.m.t. mikilvægum umhverfisþáttum í starfseminni. Hann skal ennfremur vera óháður og hlutlaus. Sérfræðingar EFLU hafa þá reynslu og þekkingu sem til þarf til að sinna þessari endurskoðun.

Útstreymisbókhald

EFLA sér einnig um ráðgjöf til fyrirtækja við gerð útstreymisbókhalds, þar með talið kolefnisbókhalds/loftslagsbókhald og endurskoðun þess. Í útstreymisbókhaldi koma fram upplýsingar um losun tiltekinna mengunarefna, skv. reglugerð, sem skilað skal til Umhverfisstofnunar.

Losunarheimildir

Mörg fyrirtæki á Íslandi falla undir evrópska viðskiptakerfið með losunarheimildir (ETS) og aðstoðar EFLA þau við að uppfylla kröfur kerfisins. Gerð losunarskýrslna, vöktunaráætlana og kaup á losunarheimildum eru nokkur af þeim verkefnum sem EFLA sinnir.

Áhrif á ímynd og rekstur

Gagnsæjar, traustar upplýsingar um frammistöðu fyrirtækis í umhverfismálum geta haft jákvæð áhrif á ímynd þess. 

Þjónustusvið EFLU

  • Ráðgjöf við gerð græns bókhalds og endurskoðun þess
  • Ráðgjöf við gerð útstreymisbókhalds og endurskoðun þess
  • Ráðgjöf við gerð losunarskýrslu, vöktunaráætlunar og kaup á losunarheimildum (ETS)

Tengd þjónustaVar efnið hjálplegt? Nei