Jarðfræði og bergtækni

Jarðgöng, Virkjanir, Jarðfræðirannsóknir

EFLA veitir alhliða ráðgjöf þegar kemur að jarðfræði og bergtækni fyrir margvíslega mannvirkjagerð. Sérfræðingar okkar búa yfir víðtækri reynslu á sviði jarðfræði og bergtækni bæði hvað varðar burðarþol, jarðeðlisfræði, hönnun, ráðgjöf og eftirlit. 

Tengiliður

Fyrir stærri mannvirki eins og jarðgöng og virkjanir þar sem mannvirkin eru að verulegu leyti mótuð úr berggrunni landsins eru góðar jarðfræðirannsóknir grundvallaratriði enda oft á tíðum mikið í húfi. 

Skipulagning byggðar

Við skipulagningu byggðar er nauðsynlegt að þekkja gerð og þykkt lausra jarðlaga sem og berggrunn á þeim svæðum sem eru í skipulagsferli. En einna mikilvægast er að kortleggja vel sprungur í berggrunni eins og hefur verið gert í nær öllum efri byggðum höfuðborgarsvæðisins.

Vegagerðarverkefni

Við undirbúning vegagerðarverkefna þarf að horfa til jarðfræðilegra aðstæðna í veglínu og einnig að finna námur og meta eða rannsaka það efni sem hægt er að vinna úr þeim.

Jarðfræðilegar forsendur

Traustar og góðar jarðfræðiupplýsingar eru forsendur þess að meiriháttar mannvirki í bergi séu hönnuð skynsamlega frá grunni. Endurhönnun slíkra mannvirkja getur verið umfangsmikil en einnig getur mikil óvissa um jarðfræðilegar aðstæður leitt til mikils viðbótarkostnaðar þegar til framkvæmda kemur. 

Á meðal þjónustusviða eru

 • Jarðfræðirannsóknir
 • Bergtækni
 • Sprungukortlagning
 • Þykkt og gerð lausra jarðlaga
 • Gerð berggrunns
 • Grunnvatnsrannsóknir
 • Burðarþol klappar
 • Upptaksþol bergbolta og akkera
 • Námur og efnisvinnsla
 • Sérfræðiskýrslur um jarðfræði vegna MÁU (mat á umhverfisáhrifum)
 • Jarðeðlisfræði
 • Stefnuborun

Tengd þjónustaVar efnið hjálplegt? Nei