Jarðtækni og grundun
Jarðtæknirannsóknir, Jarðkönnun, Jarðlög, Jarðvinnuverk
Eitt af því fyrsta sem þarf að gera við undirbúning framkvæmda er að huga að jarðtæknilegum aðstæðum, en slíkar grundvallarupplýsingar eru nauðsynlegar við hönnun mannvirkja af nánast hvaða tagi sem er.
EFLA hefur mikla reynslu af framkvæmd og stjórnun jarðtæknirannsókna. Til slíkrar rannsóknarvinnu hefur EFLA yfir að ráða slagbor auk annars handbúnaðar og rekur jafnframt eigin rannsóknarstofu.
Tengiliður
Jón Haukur SteingrímssonJarðverkfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6135 / +354 665 6135Netfang: jon.haukur.steingrimsson@efla.is
Jarðkönnun getur falið í sér allt frá einföldum rannsóknum yfir í umfangsmiklar og sérhæfðar rannsóknir. Jarðtæknileg hönnun nær yfir mat á burðarþoli lausra jarðlaga, sigspár, stæðni fláa bæði í skeringum og fyllingum, burðarþol rekstaura eða boraðra staura, stálþil, undirstöður og stagfestur fyrir háspennulínur og fjarskiptamöstur, lekt og síukröfur milli jarðefna.
Efnisnotkun og efnisval er mikilvægur þáttur í undirbúningi minni og stærri jarðvinnuverka og því er áríðandi að huga að slíkum verkum með tilliti til endurnýtingar jarðefna og að lágmarka efnisflutninga.
Dregur úr óvissu
Til að framkvæmdir, tíma- og kostnaðaráætlanir standist sem best er nauðsynlegt að minnka óvissu eins og hægt er. Með vönduðu mati á grundunardýpt og aðferð verða magntökur og tímaáætlanir öruggari og ófyrirséðar aðstæður koma síður upp.
Á meðal þjónustusviða eru
- Kortlagning á þykkt og gerð lausra jarðlaga
- Dýpi á klöpp
- Burðþol og stæðni lausra jarðlaga
- Sig
- Úrvinnsla jarðtæknilegra borana
- Lekt
- Efnisnotkun
- Stálþil og stögun
- Rekstaurar og boraðir staurar
- Námur