Jarðtæknirannsóknir

Jarðtækni, Efnisrannsóknir, Rannsóknir efna, Efnarannsókn, Jarðrannsókn

Á rannsóknarstofu EFLU starfa sérfræðingar í fremstu röð á sviði jarðtækni og hafa mikla reynslu af framkvæmd og stjórnun jarðtæknirannsókna. 

Tengiliður

Til jarðtæknirannsóknarvinnu hefur EFLA yfir að ráða slagbor auk annars handbúnaðar og rekur jafnframt eigin rannsóknarstofu.

Rannsóknarstofan er vel búin tækjum til rannsókna og prófana á jarðefnum bæði setlögum og bergi.

Góður undirbúningur í upphafi verka 

Með markvissum undirbúningi, réttum forrannsóknum og efnisprófunum er hægt að stuðla að betri nýtingu jarðefna og hagkvæmni í efnisvali með margvíslegum ávinningi fyrir viðkomandi verk og umhverfið. Til að tryggja gæði í framkvæmd er einnig mikilvægt að eftirlitsprófanir séu framkvæmdar.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Allar helstu prófanir og rannsóknir á sviði jarðtækni:
  • Sáldurferlar (kornakúrfur) 
  • Kornarúmþyngd og mettivatn
  • Húmus og slamm
  • Saltmagn
  • Alkalímælingar - ýmsar prófanir
  • Frostþol
  • LA próf
  • Berggreining
  • Kleyfni
  • Proctorpróf
  • Bg-stuðull
  • Lektarpróf
  • Varmaleiðni jarðefna

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei