Jarðtæknirannsóknir
Jarðtækni, Efnisrannsóknir, Rannsóknir efna, Efnarannsókn, Jarðrannsókn
Á rannsóknarstofu EFLU starfa sérfræðingar í fremstu röð á sviði jarðtækni og hafa mikla reynslu af framkvæmd og stjórnun jarðtæknirannsókna.
Tengiliður
Jón Haukur Steingrímsson Jarðverkfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6135 / +354 665 6135 Netfang: jon.haukur.steingrimsson@efla.is Reykjavík
Til jarðtæknirannsóknarvinnu hefur EFLA yfir að ráða slagbor auk annars handbúnaðar og rekur jafnframt eigin rannsóknarstofu.
Rannsóknarstofan er vel búin tækjum til rannsókna og prófana á jarðefnum bæði setlögum og bergi.Góður undirbúningur í upphafi verka
Með markvissum undirbúningi, réttum forrannsóknum og efnisprófunum er hægt að stuðla að betri nýtingu jarðefna og hagkvæmni í efnisvali með margvíslegum ávinningi fyrir viðkomandi verk og umhverfið. Til að tryggja gæði í framkvæmd er einnig mikilvægt að eftirlitsprófanir séu framkvæmdar.
Á meðal þjónustusviða eru
- Allar helstu prófanir og rannsóknir á sviði jarðtækni:
- Sáldurferlar (kornakúrfur)
- Kornarúmþyngd og mettivatn
- Húmus og slamm
- Saltmagn
- Alkalímælingar - ýmsar prófanir
- Frostþol
- LA próf
- Berggreining
- Kleyfni
- Proctorpróf
- Bg-stuðull
- Lektarpróf
- Varmaleiðni jarðefna