Ofanflóðavarnir

Snjóflóð, krapaflóð, aurflóð, vatnsflóð, varnargarðar, stoðvirki, þvergarðar, leiðigarðar

Hjá EFLU starfa sérfræðingar sem veita alhliða ráðgjöf varðandi hönnun ofanflóðavarna.


Við undirbúning og hönnun varnarmannvirkja er lögð áhersla á langan endingartíma þeirra og lágmörkun viðhalds.  

Tengiliðir

Ofanflóðavarnir er samheiti yfir varnir gegn snjóflóðum, aurflóðum, grjóthruni og krapaflóðum. Ofanflóðavarnir geta verið varnargarðar, upptakastoðvirki, farvegir og aðrar varnir. 

 • Varnargarðar eru annars vegar þvergarðar ofan byggðar sem stoppa flóð á úthlaupssvæði þess og hins vegar leiðigarðar sem beina flóðum framhjá byggð. 
 • Upptakastoðvirki eru mannvirki sem miða að því að hindra að snjór losni á upptakasvæðum og verði að snjóflóði. 
 • Farvegir eru oft notaðir fyrir aur- og krapaflóð og tryggja að slík flóð fari fram hjá eða gegnum byggð án þess að valda tjóni.

Langt og vandasemt ferli

 Við hönnun ofanflóðavarna er mikilvægt að kanna vel jarðvegsaðstæður á svæðinu sem og alla ofanvatnsstrauma. Við uppbyggingu varna er mikilvægt að taka tillit til nálægðar við byggð og haga framkvæmdum samkvæmt því. Bygging ofanflóðavarna er langt og flókið ferli sem hefst með því að Veðurstofa Íslands gerir hættumat.

Á grundvelli hættumats er gerð frumathugun á þeim varnarkostum sem til greina koma. Í frumathugun er ákvarðað fyrirkomulag, lega og lögun varnarvirkja ásamt því sem helstu mótvægisaðgerðir eru kynntar.  Stærri ofanflóðavarnir fara í umhverfismat ásamt því sem skrá þarf fornminjar og uppfæra gildandi skipulag.

Rétt uppbygging eykur endingartíma og lágmarkar viðhald mannvirkja

Endingarkrafa varnarmannvirkja vegna ofanflóða eru 50-100 ár og því mikilvægt að hanna varnarmannvirki rétt þannig að þau þarfnist lítils viðhalds og endist lengi.

Í verkhönnun eru ofanflóðavarnir hannaðar ásamt því að gerð eru útboðsgögn. Skipuleggja þarf rekstur og viðhald á hönnunarstigi til að tryggja gæði, endingu og tilætlað hlutverk varnarmannvirkjanna. Þá er mikilvægt að við framkvæmdir séu tryggð fagleg vinnubrögð, vandaðar verklýsingar, verk- og gæðaeftirlit. 

Á meðal þjónustusviða eru

 • Frumathugun á varnarkostum
 • Verkhönnun og gerð útboðsgagna
 • Framkvæmdaeftirlit með uppbyggingu varnarvirkja

Helstu verkefni EFLU á sviði ofanflóðavarna

 • Frumathugun undir Bjólfi á Seyðisfirði
 • Verkhönnun ofanflóðavarna á Eskifirði
 • Mat á umhverfisáhrifum snjóflóðavarnargarða í Neskaupsstað
 • Mat á umhverfisáhrifum snjóflóðavarnargarða á Siglufirði
 • Verkhönnun snjóflóðavarnargarða í Neskaupstað, áfangi 1 og 2
 • Verkhönnun snjóflóðavarnargarða á Ísafirði (á Seljalandsdal og undir Kubba)
 • Verkhönnun snjóflóðavarnargarðs á Patreksfirði
 • Verkhönnun snjóflóðavarnargarðs í Bolungarvík
 • Eftirlit með gerð snjóflóðavarnargarða á Flateyri
 • Eftirlit með gerð snjóflóðavarnargarða á Siglufirði, áfangi 1 og 2
 • Heildarmat á ofanflóðahættu við 13 tengivirki hjá Statnett í Vestur Noregi. Snjóflóð og krapi, aurskriður, grjóthrun og leirskriður.
 • Hönnun á grjóthrunsvarnargarði við Liafjell í Norður Noregi
 • Hönnun á snjóflóðamöstrum í Fljótsdalslínum 3 og 4
 • Hönnun á snjóflóðamöstrum í Sisimiut á Grænlandi
 • Mat á ofanflóðahættu vegna forhönnunar á grænlenskum háspennulínum
 • Rannsóknir vegna skriðuhættu í Þófa og Botnum á Seyðisfirði
 • Eftirlit með uppsetningu stoðvirkja í Drangagili ofan Neskaupstaðar

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei