Samfélagsábyrgð
Samfélagsleg ábyrgð, Global Compact, Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna, Social responsibility
Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja og stofnana felur í sér að þau skipuleggi starfsemi sína með markvissum hætti þannig að áhrif þeirra verði jákvæð fyrir samfélagið.
EFLA aðstoðar fyrirtæki við að setja fram sín samfélagslegu málefni og innleiðingu samfélagsábyrgðar.
Tengiliðir
Eva Yngvadóttir Efnaverkfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6078 / +354 665 6078 Netfang: eva.yngvadottir@efla.is Reykjavík
Helga J. Bjarnadóttir Efna- og umhverfisverkfræðingur M.Sc. - Sviðsstjóri Sími: +354 412 6109 / +354 665 6109 Netfang: helga.j.bjarnadottir@efla.is Reykjavík
Samfélagsábyrgð fyrirtækja nær til þátta eins og umhverfismála, vinnuverndar, vinnumarkaðs og mannréttinda.
Sérfræðingar EFLU aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að setja fram upplýsingar um samfélagsábyrgð t.d. í samræmi við Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna eða GRI viðmiðin (Global Reporting Initiative). Einnig er veitt ráðgjöf við setja fram ófjárhagslegar upplýsingar í ársreikning fyrirtækja t.d. í samræmi við ESG viðmið NASDAQ.
Gagnsæi og trúverðugleiki
Samfélagsábyrgð er mikilvæg fyrir gagnsæi og trúverðugleika fyrirtækja og stofnana og skiptir máli fyrir bæði fólk og umhverfi. Miðlun upplýsinga á skipulegan og gagnsæjan hátt er mikilvægur þáttur í samfélagsábyrgð.
Á meðal þjónustusviða eru
- Innleiðing samfélagsábyrgðar
- Greining á þeim þáttum í starfseminni sem skipta máli fyrir samfélagsábyrgð
- Aðstoð við samtekt árangurs tengdum samfélagsábyrgð á formi skýrslu byggðri m.a. á viðmiðum Global Compact sáttmála SÞ eða GRI viðmiðum (Global Reporting Initiative)