Starfsleyfi fyrir mengandi atvinnustarfsemi

Starfsleyfi, Mengun, Mengandi starfsleyfi, Mengunarvarnir, Umhverfismælingar, Umhverfisvöktun

Atvinnurekstur og framkvæmdir sem geta haft í för með sér mengun þurfa sérstakt starfsleyfi vegna rekstursins.


Sérfræðingar EFLU veita ráðgjöf á rekstartíma varðandi kröfur starfsleyfa, t.d. umhverfismælingar, umhverfisvöktun, grænt bókhald, umhverfisskýrslugerð og annað sem upplýsa þarf leyfisveitanda um.

Tengiliður

Samkvæmt reglugerð nr 785/1999 þarf atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun að uppfylla skilyrði varðandi losun mengandi efna, útfæra nauðsynlegar mengunarvarnir eða uppfylla aðrar takmarkanir um starfsemina. Meginmarkmið með gerð starfsleyfis er að losun frá starfseminni sé innan marka um verndun heilsu og umhverfis og að frá henni losni ekki óæskileg efni út í umhverfið. 

Heildstæð þjónusta á einum stað

Þjónusta EFLU miðar að því að safna og miðla nauðsynlegum upplýsingum til leyfisveitanda og að það komi skýrt fram að tekið sé á öllum þáttum starfseminnar. Þá er gengið úr skugga að starfsleyfistillögur séu réttar og henti fyrirhugaðri starfsemi.

Einnig vinnum við öll þau viðbótargögn sem nauðsynleg eru til að fá útgefið starfsleyfi eins og t.d. viðbragðsáætlun vegna bráðamengunar sem byggir á áhættumati, vöktunaráætlun og lokunaráætlun. 

Vandaður undirbúningur vegna starfsleyfis

Mikilvægt er að vanda til undirbúnings við umsókn starfsleyfis til þess að tefja ekki ferlið, að starfsleyfið sé markvisst og það henti starfseminni sem best.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Ráðgjöf tengd starfsleyfisumsókn 
  • Umsjón með umsóknarferlinu
  • Útbúum öll þau fylgigögn sem þarf að undirbúa
  • Alhliða ráðgjöf á rekstrartíma, vöktun, mælingar og annað sem þarf að upplýsa leyfisveitanda um varðandi rekstur fyrirtækisins

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei