Umhverfismat áætlana
MÁU, Leyfisveitingar, Umhverfisáhrif, Framkvæmdaleyfi, Umhverfismat
Umhverfismat áætlana felst í því að meta líkleg áhrif skipulags- og framkvæmdaáætlana á umhverfið. Niðurstöðurnar eru nýttar til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum framkvæmda.
EFLA sinnir gerð umhverfismats áætlana fyrir einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög.
Tengiliðir
Gísli Gíslason Landslagsarkitekt M.Sc. Sími: +354 412 6441 / +354 665 6441 Netfang: gisli.gislason@efla.is Selfoss
Eva Dís Þórðardóttir Skipulagsfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6239 / +354 665 6239 Netfang: eva.dis.thordardottir@efla.is Reykjavík
Hjá EFLU starfar þverfaglegt teymi sem vinnur að skiplagsmálum og umhverfismati áætlana. Teymið samanstendur af sérfræðingum sem hafa fjölbreytta reynslu af verkefnum tengdum málaflokknum. Lögð er áhersla á að vinna með fagaðilum þess málaflokks sem er til umfjöllunar hverju sinni og hefur EFLA yfir að skipa öflugt tengslanet sérfræðinga innan og utan stofunnar.
Gæði, hlutleysi og samráð
Í vinnu við mat á umhverfisáhrifum leggur EFLA áherslu á:
- Markvissa aðferðafræði
- Hlutleysi í umfjöllun
- Virkt samráð við almenning og hagsmunaaðila frá upphafi verkefnis
- Aðlögun verkferla fyrir hvert verkefni fyrir sig
- Skýra og myndræna kynningu
Dæmi um verkefni sem EFLA hefur unnið nýverið:
- Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030
- Aðalskipulag Bláskógabyggðar 2015-2027
- Deiliskipulag Hólsvirkjunar í Þingeyjarsveit
- Deiliskipulag miðbæjarsvæðis ? hafnarsvæðis í Grindavík
Sérfræðiþekking á mörgum sviðum
Sérfræðingar EFLU hafa unnið að fjölmörgum verkefnum þar sem umhverfismat áætlana er nýtt og hafa víðtæka reynslu af notkun þess.
Á meðal þjónustusviða eru
- Umhverfismat aðalskipulagsáætlana
- Umhverfismat deiliskipulagsáætlana
- Umhverfismat annarra áætlana ríkis og sveitarfélaga
- Aðstoð við leyfisveitingar vegna framkvæmda
- Samráðsferli í tengslum við umhverfismat áætlana
- Samfélagsrannsóknir, mat á áhrifum framkvæmda og áætlana á samfélagið
- Mat á áhrifum áætlunar á landslag og ásýnd
- BREEAM vottun skipulagsáætlana