Umhverfismat áætlana

MÁU, Leyfisveitingar, Umhverfisáhrif, Framkvæmdaleyfi, Umhverfismat

Umhverfismat áætlana felst í því að meta líkleg áhrif skipulags- og framkvæmdaáætlana á umhverfið. Niðurstöðurnar eru nýttar til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum framkvæmda. 


EFLA sinnir gerð umhverfismats áætlana fyrir einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög.

Tengiliðir

Hjá EFLU starfar þverfaglegt teymi sem vinnur að skiplagsmálum og umhverfismati áætlana. Teymið samanstendur af sérfræðingum sem hafa fjölbreytta reynslu af verkefnum tengdum málaflokknum. Lögð er áhersla á að vinna með fagaðilum þess málaflokks sem er til umfjöllunar hverju sinni og hefur EFLA yfir að skipa öflugt tengslanet sérfræðinga innan og utan stofunnar.

Gæði, hlutleysi og samráð

Í vinnu við mat á umhverfisáhrifum leggur EFLA áherslu á:

 • Markvissa aðferðafræði
 • Hlutleysi í umfjöllun
 • Virkt samráð við almenning og hagsmunaaðila frá upphafi verkefnis
 • Aðlögun verkferla fyrir hvert verkefni fyrir sig
 • Skýra og myndræna kynningu


Dæmi um verkefni sem EFLA hefur unnið nýverið:

 • Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030
 • Aðalskipulag Bláskógabyggðar 2015-2027
 • Deiliskipulag Hólsvirkjunar í Þingeyjarsveit
 • Deiliskipulag miðbæjarsvæðis ? hafnarsvæðis í Grindavík

Sérfræðiþekking á mörgum sviðum

Sérfræðingar EFLU hafa unnið að fjölmörgum verkefnum þar sem umhverfismat áætlana er nýtt og hafa víðtæka reynslu af notkun þess. 

Á meðal þjónustusviða eru

 • Umhverfismat aðalskipulagsáætlana
 • Umhverfismat deiliskipulagsáætlana
 • Umhverfismat annarra áætlana ríkis og sveitarfélaga
 • Aðstoð við leyfisveitingar vegna framkvæmda
 • Samráðsferli í tengslum við umhverfismat áætlana
 • Samfélagsrannsóknir, mat á áhrifum framkvæmda og áætlana á samfélagið
 • Mat á áhrifum áætlunar á landslag og ásýnd
 • BREEAM vottun skipulagsáætlana

Mat á umhverfisáhrifum - verkefni

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei