Úrgangur og endurvinnsla

Áreiðanleg meðhöndlun úrgangs er nauðsynleg til að vernda heilsu almennings og umhverfið. EFLA aðstoðar sveitarfélög og fyrirtæki við að finna hagkvæmar lausnir, hvort sem er út frá kostnaðarlegum, rekstrarlegum eða umhverfislegum sjónarmiðum.

Recyling system in different plastic containers

Ráðgjöf um sorphirðu

Stöðugt fellur til úrgangur og endurvinnsluefni hjá heimilum, fyrirtækjum og stofnunum. Samfélagið og lagaumhverfið kalla í auknum mæli á að dregið sé úr myndun úrgangs og að úrgangi sé skilað til endurvinnslu. Við hjá EFLU veitum viðskiptavinum alhliða tæknilega ráðgjöf varðandi úrgangsstjórnunarkerfi, þ.m.t. kerfisgreiningu og hönnun á öllum stigum verkefnisins. Sérþekking okkar nær til hönnunar nýrra innviða og endurnýjunar á fyrirliggjandi kerfum eins og móttökustöðvum, flutningsstöðvum, endurvinnslustöðvum, brennslustöðvum, ýmiss konar urðunarstöðum, ef við á, og sjálfbærum valkostum. EFLA metur kerfið í heild sinni og býður upp á hagnýtar og hagkvæmar áætlanir til að efla flokkun, söfnun, flutning og meðhöndlun.

Gæði og sjálfbærni

Síðustu misseri hefur áhersla á að líta á úrgang sem aukaafurð til framleiðslu á nýjum vörum aukist hjá fjölmörgum rekstraraðilum. EFLA gerir ítarlegar greiningar á hagkvæmni og kostum mismunandi leiða við meðhöndlun úrgangs og endurvinnslu. Vinnan felur í sér að á eftir liggi fyrir skýrt val mögulegra og hagkvæmra lausna sem viðskiptavinurinn getur strax nýtt sér. EFLA hefur komið að staðarvali, undirbúningi og hönnun urðunarstaða ásamt því að veita lausnir á rekstrartíma þeirra, t.d. tengdar stækkun og breytingu á urðunarhólfum, hönnun gassöfnunarkerfa og mælingum á gasi frá urðunarstöðum.

Meðal þjónustusviða eru:

  • Greining á uppruna úrgangs, eðli, magni og mögulegri meðhöndlun
  • Úrgangsspár
  • Valkostagreiningar og kostnaðaráætlanir
  • Úrgangsforvarnir, m.a. til að draga úr myndun úrgangs
  • Stýring úrgangsstrauma, á óvirkum, almennum og varasömum úrgangi
  • Kannanir á hagkvæmni mismunandi vinnsluferla
  • Skoðun og hönnun lausna með orkuvinnslu í huga
  • Markaðsmál endurvinnsluefna
  • Útboð á þjónustu við úrgangsstjórnun, s.s. söfnun, meðhöndlun, flutningur og afsetning
  • Meðferð spilliefna og sóttmengaðs úrgangs
  • Úrgangsstjórnun við framkvæmdir
  • Svæðisáætlanir sveitarfélaga um úrgangsmeðhöndlun og stefnumál
  • Mælingar á mengunarþáttum vegna úrgangsmeðhöndlunar
  • Mat á umhverfisáhrifum fyrir stöðvar sem meðhöndla úrgang og urðunarstaði auk deiliskipulags
  • Áætlanir fyrir rekstur urðunarstaða, áhættumat vegna bráðamengunar, lokunaráætlanir, grænt bókhald og útstreymisbókhald
  • Vöktunarmál, sýnatökur og greiningar
  • Vistferilsgreiningar fyrir mismunandi leiðir
  • Rannsóknar- og nýsköpunarverkefni

Skilvirk úrgangsstjórnun

Við hjá EFLU erum staðráðin í að aðstoða viðskiptavini okkar við að þróa úrgangsstjórnunarlausnir sem eru hagkvæmar út frá kostnaði, rekstri og umhverfissjónarmiðum. Þær munu leiða til aukinnar hreinsigetu, minni umhverfisáhrifa og bættrar heildarhagkvæmni. Auk þess munu þær gera viðskiptavinum kleift að uppfylla skilyrði laga og rekstrarleyfa. Það skilar sér í grænni fyrirtækjum, hamingjusamara og heilbrigðara samfélagi og varðveislu náttúruauðlinda Jarðarinnar fyrir komandi kynslóðir.

Hafðu samband við sérfræðinga EFLU