Úrgangur og endurvinnsla

Endurunnin, Sorpmál, Sorpmálefni, Urðun, Urðunarstaður, Urðunarstaðir, Gassöfnun, Úrgangsmál, Úrgangsmálefni, Sorpmeðhöndlun, Úrgangsstjórnun, Endurvinnsla, Sorp, Rusl

Stöðugt fellur til úrgangur og endurvinnsluefni hjá heimilum, fyrirtækjum og stofnunum. Samfélagið og lagaumhverfið kalla í auknum mæli á að dregið sé úr myndun úrgangs og að úrgangi sé skilað til endurvinnslu.


EFLA aðstoðar sveitarfélög og fyrirtæki við að finna hagkvæmar lausnir bæði út frá kostnaðarlegum, rekstrarlegum og umhverfislegum sjónarmiðum. 

Tengiliður


Síðustu misseri hefur áhersla hjá fjölmörgum rekstaraðilum aukist á að líta á úrgang sem aukaafurð til framleiðslu á nýjum vörum. EFLA gerir ítarlegar greiningar á hagkvæmni og kostum mismunandi leiða við meðhöndlun úrgangs og endurvinnslu. Vinnan felur í sér að á eftir liggi fyrir skýrt val mögulegra og hagkvæmra lausna sem viðskiptavinurinn getur strax nýtt sér.

Urðunarstaðir og lausnir

EFLA hefur komið að staðarvali, undirbúningi og hönnun urðunarstaða ásamt því að veita lausnir á rekstrartíma þeirra t.d. tengdar stækkun og breytingu á urðunarhólfum, hönnun gassöfnunarkerfa og mælingum á gasi frá urðunarstöðum.

Hjá EFLU liggur áratugareynsla og samvinna við fjölmörg sveitarfélög og fyrirtæki.


Á meðal þjónustusviða eru

  • Greining á uppruna úrgangs, eðli, magni og mögulegri meðhöndlun
  • Úrgangsspár
  • Valkostagreiningar og kostnaðaráætlanir
  • Úrgangsforvarnir m.a. til að draga úr myndun úrgangs
  • Stýring úrgangsstrauma bæði á óvirkum, almennum og varasömum úrgangi
  • Kannanir á hagkvæmni mismunandi vinnsluferla
  • Skoðun og hönnun lausna með orkuvinnslu í huga
  • Markaðsmál endurvinnsluefna
  • Útboð á þjónustu við úrgangsstjórnun s.s. söfnun, meðhöndlun, flutningur og afsetning
  • Meðferð spilliefna og sóttmengaðs úrgangs
  • Úrgangsstjórnun við framkvæmdir
  • Svæðisáætlanir sveitarfélaga um úrgangsmeðhöndlun og stefnumál
  • Mælingar á mengunarþáttum vegna úrgangsmeðhöndlunar
  • Mat á umhverfisáhrifum fyrir stöðvar sem meðhöndla úrgang og urðunarstaði auk deiliskipulags
  • Áætlanir fyrir rekstur urðunarstaða, áhættumat vegna bráðamengunar, lokunaráætlanir, grænt bókhald og útstreymisbókhald
  • Vöktunarmál, sýnatökur og greiningar
  • Vistferilsgreiningar fyrir mismunandi leiðir
  • Rannsóknar- og nýsköpunarverkefni

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei