Stefnumótun, stjórnkerfi og vottanir

Hjá EFLU aðstoða ráðgjafar okkar viðskiptavini við innleiðingu áætlana og stjórnkerfa til að hafa markviss og jákvæð áhrif á samfélag og umhverfi.

Landslag úr fókus í bakgrunni, íslenskar plöntur og tré í forgrunni í fókus

Meiri sjálfbærni

Að marka stefnu um sjálfbærni og vinna markvisst að aðgerðum er lykilþáttur í velgengni fyrirtækja og stofnana. Teymi EFLU hefur víðtæka reynslu af því að leiðbeina fyrirtækjum og sveitarfélögum á ýmsum sviðum í stefnumótun til að efla samfélagsábyrgð þeirra. Þetta felur í sér yfirgripsmikla greiningu á mikilvægustu sjálfbærniþáttum í rekstri þeirra ásamt stöðugum umbótum í rekstri. Við vinnum náið með viðskipavinum okkar að innleiðingu vottaðra stjórnunarkerfa, þar á meðal ISO 14001 til að stjórna rekstrarlegum umhverfisáhrifum, ISO 45001 til að stjórna áhættu í vinnuumhverfi og ISO 9001 til að stjórna rekstrargæðum. Sérfræðingar okkar aðstoða við að skilgreina viðeigandi stefnur, verklag, eftirlit og endurskoðun og tryggja að farið sé að lögum.

Umhverfisvænni og öruggari starfsemi

Sjálfbærni er mikilvægur hluti af allri stefnu, starfsemi og starfsháttum EFLU. Að sama skapi aðstoðum við viðskiptavini við að gera sjálfbærni að eðlilegum og samofnum þætti í allri sinni starfsemi. Teymi okkar vinnur náið með viðskiptavinum og samstarfsaðilum til að skilja þarfir þeirra. Við viljum aðstoða við að þróa sjálfbærnistefnu og innleiða rétta stjórnunarkerfið, sem nær yfir stefnumörkun, aðgerðaráætlanir og mælanleg markmið. Til þess nýtum við víðtæka þekkingu okkar og þverfaglega reynslu. Markmið okkar er að viðskiptavinir tileinki sér stefnumótandi og kerfisbundna nálgun til að byggja upp umhverfisvænni, öruggari og samfélagslega ábyrgari starfsemi, sem eykur virði sitt í hverju skrefi.

Meðal þjónustusviða eru:

  • Innleiðing sjálfbærnistefnu
  • Mikilvægisgreining á lykilþáttum sjálfbærni í starfseminni og skilgreining markmiða og aðgerða
  • Ráðgjöf og innleiðing stjórnkerfa
  • Aðstoð við samtekt á árangri tengdum samfélagsábyrgð og sjálfbærni í formi skýrslu sem m.a. byggir á viðmiðum GRI (Global Reporting Initiative) eða Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna

Sjálfbærir viðskiptahættir

Með því að innleiða samfélagslega ábyrgar aðferðir í reksturinn uppfylla fyrirtæki og sveitarfélög regluverk og öðlast viðskiptalegan ávinning. Hann felur í sér þjónustu og vörur af meiri gæðum, fjárhagslegan sparnað og aukna skilvirkni, minni umhverfisáhrif, betri vinnuaðstæður og minni líkur á vinnuslysum. Þessar aðferðir bæta einnig orðspor meðal starfsfólks, almennings og annarra hagaðila. Þær veita viðskiptavinum okkar samkeppnisforskot og verða til þess að starfsemi þeirra vex og dafnar.

Hafðu samband við sérfræðinga EFLU