Heimilisskoðun vegna rakaskemmda og myglu

Raki, Mygla, Skoða heimili, Rakaskemmdir, Myglusveppur

EFLA býður upp á skoðun á heimilum þar sem grunur leikur á að rakaskemmdir eða mygla sé á staðnum. Sérfræðingar EFLU hafa skoðað yfir 7.000 byggingar á Íslandi og búa yfir víðtækri þekkingu og reynslu af slíkum skoðunum.

Tengiliður

Í öllum húsum er að finna einhvern raka og myglu en það sem þarf að skoða í hverju tilfelli fyrir sig er umfang og orsök rakavandamála. Að því einbeita sérfræðingar EFLU sér í heimilisskoðunum.

Viðhald fasteigna

Einnig er boðið upp á skoðun á heimilum fyrir þá sem hyggjast fara í framkvæmdir og sinna viðhaldi. Markmið slíkrar skoðunar er að benda á þau viðhaldstengdu atriði sem huga þarf sérstaklega að og meta svæði þar sem rakavandamál eru til staðar eða eru líkleg til að koma upp.

Raki í húsum

Þar sem rakavandamál og rakaskemmdir hafa komið upp er mikilvægt að bregðast við eftir ákveðnum verkferlum. Hreinsun á slíkum svæðum eru vandasamar aðgerðir og að mörgu að huga. 

Reglulegt viðhald hefur áhrif á söluverðmæti eignarinnar

Viðhald húsnæðis ásamt réttum viðbrögðum vegna rakavandamála hafa áhrif á söluverðmæti fasteignarinnar. Einnig skiptir góð innivist miklu máli fyrir líðan notenda. 

Á meðal þjónustusviða eru

  • Ákveðin svæði í húsnæði eru skoðuð
  • Rakamæling framkvæmd og ráðgjöf þar að lútandi 
  • Tillögur til úrbóta og ábendingar um viðhald
  • Afhending bæklings með almennri ráðgjöf við hreinsun á rakaskemmdum svæðum
  • Sýnataka úr byggingarefnum ef þörf er á 
  • Skoðun með hitamyndavél 
  • Agnamæling
  • Loftþéttleikamæling á rakavörn
Viltu vita meira um þjónustuna, bóka viðtal eða skoðun? Sendu okkur línu og við höfum samband við þig. 

Hafa samband 

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei