Heimilisskoðun vegna rakaskemmda og myglu

Raki, Mygla, Skoða heimili, Rakaskemmdir, Myglusveppur

EFLA býður upp á skoðun á heimilum þar sem grunur leikur á að rakaskemmdir eða mygla sé á staðnum. Sérfræðingar EFLU hafa skoðað yfir 7.000 byggingar á Íslandi og búa yfir víðtækri þekkingu og reynslu af slíkum skoðunum.

Tengiliður

Í öllum húsum er að finna einhvern raka og myglu en það sem þarf að skoða í hverju tilfelli fyrir sig er umfang og orsök rakavandamála. Að því einbeita sérfræðingar EFLU sér í heimilisskoðunum.

Viðhald fasteigna

Einnig er boðið upp á skoðun á heimilum fyrir þá sem hyggjast fara í framkvæmdir og sinna viðhaldi. Markmið slíkrar skoðunar er að benda á þau viðhaldstengdu atriði sem huga þarf sérstaklega að og meta svæði þar sem rakavandamál eru til staðar eða eru líkleg til að koma upp.

Raki í húsum

Þar sem rakavandamál og rakaskemmdir hafa komið upp er mikilvægt að bregðast við eftir ákveðnum verkferlum. Hreinsun á slíkum svæðum eru vandasamar aðgerðir og að mörgu að huga. 

Reglulegt viðhald hefur áhrif á söluverðmæti eignarinnar

Viðhald húsnæðis ásamt réttum viðbrögðum vegna rakavandamála hafa áhrif á söluverðmæti fasteignarinnar. Einnig skiptir góð innivist miklu máli fyrir líðan notenda. 

Á meðal þjónustusviða eru

  • Ákveðin svæði í húsnæði eru skoðuð
  • Rakamæling framkvæmd og ráðgjöf þar að lútandi 
  • Tillögur til úrbóta og ábendingar um viðhald
  • Afhending bæklings með almennri ráðgjöf við hreinsun á rakaskemmdum svæðum
  • Sýnataka úr byggingarefnum ef þörf er á 
  • Skoðun með hitamyndavél 
  • Agnamæling
  • Loftþéttleikamæling á rakavörn

Vantar þig ráðgjöf?

EFLA veitir ráðgjöf í síma eða með myndsímtali. Hægt er að panta samtal með því að senda okkur samtalsbeiðni. Í kjölfarið hefur ráðgjafi samband við þig og ráðleggur um næstu skref. 

Hvað kostar ráðgjöfin?

Upphafsgjald þjónustunnar, sem fer fram í gegnum símtal eða myndsamtal, m.v. allt að 15 mín. samtal er 8.000 kr m.vsk. Eftir það tekur gjaldið mið af þeim tíma sem fer í ráðgjöfina út eftirfarandi gjaldskrá:

Gjaldskrá - Samtal Verð án vskVerð m.vsk
Upphafsgjald 15 mín. 6.452 kr8.000 kr
16-30 mín. 9.677 kr12.000 kr
31-45 mín. 14.516 kr18.000 kr
46-60 mín. 19.355 kr24.000 kr

Hvernig borga ég fyrir ráðgjöfina?

Eftir að samtalinu lýkur sendum við þér hlekk á örugga greiðslusíðu þar sem þú getur gengið frá greiðslu með kreditkorti eða með því að leggja inn á bankareikning. Ef verkefnið er þess eðlis að við þurfum að koma á staðinn, taka sýni eða skoða fasteignina meira verður hægt að ganga frá greiðslu samhliða því. Kostnaður er skv. verðskrá heimilisskoðunar og tekur mið af umfangi hverju sinni.

Panta samtal

Skilmálar vegna ráðgjafarsímtala - EFLA - Innan handar

EFLA Innan Handar


Viltu hafa samband?

Ef þú vilt vita meira um þjónustuna eða bóka fasteignaskoðun er það velkomið. Sendu okkur skilaboð og við höfum samband við þig. 

Hafa samband 

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei