Rakaskemmdir og mygla - Heimili

Raki, Mygla, Skoða heimili, Rakaskemmdir, Myglusveppur

EFLA býður upp á skoðun á heimilum, eða hjá fyrirtækjum, þar sem grunur leikur á að rakaskemmdir eða mygla sé til staðar.


EFLA er leiðandi á markaði og veitir fjölbreytta þjónustu á sviði rakaskemmda. Sérstaðan er meðal annars fólgin í yfirgripsmikilli reynslu og víðtækri þekkingu en ráðgjafar fyrirtækisins hafa skoðað yfir 7.000 byggingar á Íslandi í tengslum við rakaskemmdir.

Tengiliður

Í raun og veru má finna einhvern raka og myglu í öllum húsum. Við skoðun á heimilum þar sem rakaskemmdir kunna að leynast einbeitir starfsfólk EFLU sér að því að skoða orsök og umfang rakavandamálsins.

Auk þess er boðið upp á skoðun á heimilum fyrir þá sem hafa í hyggju að fara í framkvæmdir og sinna viðhaldi. Markmið slíkrar skoðunar er að benda á þau viðhaldstengdu atriði sem huga þarf sérstaklega að og meta svæði þar sem rakavandamál eru til staðar eða eru líkleg til að koma upp.Heimilisskoðun

Ráðgjafi EFLU kemur á staðinn og skimar fyrir raka á áhættusvæðum til dæmis votrýmum, undir gluggum eða við hurðir. Í framhaldinu er tekin ákvörðun um hvort þörf sé á sýnatöku eða frekari rannsóknum. Heimilisskoðun gefur húseiganda upplýsingar um hvort að rakavandamál eða möguleg mygla sé til staðar á heimilinu, hugmynd um orsök og aðgerðaráætlun í framhaldi ef einhverju er ábótavant.

Innifalið í heimilisskoðun er allt að klukkutíma heimsókn, rakaskimun með rakamæli, notkun á hitamyndavél eða agnamæli ef það á við. Sýnataka úr byggingarefnum ef hún felur í sér lítið rask (þ.e. með auðveldu aðgengi). 

Greiða þarf sérstaklega fyrir greiningu á sýni úr byggingarefnum skv. gjaldskrá EFLU. Ráðlagt er um næstu skref, ef þörf reynist á, og bent á fyrirbyggjandi aðgerðir í samtali við húseiganda.

Innifalið í heimilisskoðun er rafrænt skjal með ráðgjöf um hreinsun og aðgerðir á rakasvæðum. Askur á staðinn er ekki innfalinn í verðinu.

Gjaldskrá - Heimilisskoðun Verð án vsk Verð m.vsk
Heimilisskoðun (allt að 1 klst.) 68.548 kr. 85.000 kr.
 Verð umfram 1. klst.  20.161 kr  25.000 kr
 Heimilisskoðun með skjali  104.839 kr.  130.000 kr.
Akstur innan  höfuðborgarsvæðis 3.643 kr 4.517 kr
Akstur utan höfuðborgarsvæðis  Fast verðtilboð Fast verðtilboð

Bóka heimilisskoðun


Greinargerð eftir heimilisskoðun

Eftir heimilisskoðun er hægt að óska eftir greinargerð frá EFLU þar sem farið er yfir niðurstöður skoðunar og myndir settar inn af frávikum sem koma fram í skoðun. Tillögur til úrbóta og þær leiðir sem er hægt að fara varðandi næstu skref. 

Hægt er að óska eftir kostnaðarmati á þeim aðgerðum sem eru lagðar til og þá bætist við kostnaður út frá tímagjaldi EFLU.

Gjaldskrá - Greinargerð Verð án vsk Verð m.vsk
Greinargerð   32.259 kr 40.000 kr
Kostnaðarmat á aðgerðum Fast verðtilboð Fast verðtilboð

Greining á sýni úr byggingarefni

Greitt er fyrir greiningu á sýni á rannsóknarstofu EFLU eða hjá Náttúrufræðistofnun Íslands sem metur hvort mygla sé í byggingarefni.

Gjaldskrá - Greining á sýni Verð án vsk Verð m.vsk
Greining á rannsóknarstofu 20.161 kr 25.000 kr

DNA sýnataka á heimili

Með DNA sýnagreiningu er sýni tekið af ryki í íbúð til þess að kanna hvort að þar finnist erfðaefni rakasækinna örvera eins og myglu og baktería í meira magni en eðlilegt má teljast. 

Sýnataka er framkvæmd í heimilisskoðun ef ekkert annað kemur í ljós við rakaskimun. Kostnaður við DNA sýnatöku felur í sér greiningu á danskri rannsóknarstofu ásamt sendingarkostnaði, umsýslu og ráðgjöf varðandi næstu skref. 

Gjaldskrá - DNA sýnataka Verð án vsk Verð m.vsk
Sýnataka og greining 44.354 kr 55.000 kr

Mikilvægt að hafa í huga

Heimilisskoðun er skoðun og rakamæling á helstu svæðum þar sem er þekkt áhætta og aðgengilegt er að skoða. Þessi skoðun er ekki heildarúttekt sem felur í sér að opna byggingarhluta og skoða undir gólfefni og innan í veggi nema að það sé aðgengilegt og hægt innan tímaramma heimsóknar. 

Rakaskemmdir og mygla geta leynst víða og þá sérstaklega í eldra húsnæði. Til þess að ganga úr skugga um alla leynda galla þarf umfangsmikla skoðun og opnun á byggingarhlutum sem er ekki innifalið í heimilisskoðun.

Mikilvægasta skrefið í raka- og mygluskoðun er að aðili með sértæka þekkingu og reynslu noti rakamæli og hitamyndavél ef þess þarf og skoði sjónrænt. Reikna má með einhverjum raka og myglu í öllum húsum, t.d. í fúgu í sturturými, en það sem skiptir máli er að meta umfang og orsök rakaskemdanna. Þannig gæti þurft að skoða hvort að raki sé kominn á bak við flísar, undir gólfefni eða í þakrými. Raki í byggingarefnum sem nægir til örveruvaxtar er ekki sýnilegur sjónrænt nema í örfáum undantekningartilfellum.

Þar sem rakavandamál og rakaskemmdir hafa komið upp er mikilvægt að bregðast við eftir ákveðnum verkferlum. Hreinsun á slíkum svæðum eru vandasamar aðgerðir og að mörgu að huga.


Skilmálar vegna ráðgjafarsímtala - EFLA 

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei