Heimilisskoðun vegna rakaskemmda og myglu
Raki, Mygla, Skoða heimili, Rakaskemmdir, Myglusveppur
Tengiliður
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Líffræðingur B.Sc. Sími: +354 412 6244 / +354 665 6244 Netfang: sylgja.sigurjonsdottir@efla.is Reykjavík
Í öllum húsum er að finna einhvern raka og myglu en það sem þarf að skoða í hverju tilfelli fyrir sig er umfang og orsök rakavandamála. Að því einbeita sérfræðingar EFLU sér í heimilisskoðunum.
Viðhald fasteigna
Einnig er boðið upp á skoðun á heimilum fyrir þá sem hyggjast fara í framkvæmdir og sinna viðhaldi. Markmið slíkrar skoðunar er að benda á þau viðhaldstengdu atriði sem huga þarf sérstaklega að og meta svæði þar sem rakavandamál eru til staðar eða eru líkleg til að koma upp.
Raki í húsum
Þar sem rakavandamál og rakaskemmdir hafa komið upp er mikilvægt að bregðast við eftir ákveðnum verkferlum. Hreinsun á slíkum svæðum eru vandasamar aðgerðir og að mörgu að huga.
Reglulegt viðhald hefur áhrif á söluverðmæti eignarinnar
Viðhald húsnæðis ásamt réttum viðbrögðum vegna rakavandamála hafa áhrif á söluverðmæti fasteignarinnar. Einnig skiptir góð innivist miklu máli fyrir líðan notenda.
Á meðal þjónustusviða eru
- Ákveðin svæði í húsnæði eru skoðuð
- Rakamæling framkvæmd og ráðgjöf þar að lútandi
- Tillögur til úrbóta og ábendingar um viðhald
- Afhending bæklings með almennri ráðgjöf við hreinsun á rakaskemmdum svæðum
- Sýnataka úr byggingarefnum ef þörf er á
- Skoðun með hitamyndavél
- Agnamæling
- Loftþéttleikamæling á rakavörn
Vantar þig ráðgjöf?
EFLA veitir ráðgjöf í síma eða með myndsímtali. Hægt er að panta samtal með því að senda okkur samtalsbeiðni. Í kjölfarið hefur ráðgjafi samband við þig og ráðleggur um næstu skref.
Hvað kostar ráðgjöfin?
Upphafsgjald þjónustunnar, sem fer fram í gegnum símtal eða myndsamtal, m.v. allt að 15 mín. samtal er 8.000 kr m.vsk. Eftir það tekur gjaldið mið af þeim tíma sem fer í ráðgjöfina út eftirfarandi gjaldskrá:
Gjaldskrá - Samtal | Verð án vsk | Verð m.vsk |
Upphafsgjald 15 mín. | 6.452 kr | 8.000 kr |
16-30 mín. | 9.677 kr | 12.000 kr |
31-45 mín. | 14.516 kr | 18.000 kr |
46-60 mín. | 19.355 kr | 24.000 kr |
Hvernig borga ég fyrir ráðgjöfina?
Eftir að samtalinu lýkur sendum við þér hlekk á örugga greiðslusíðu þar sem þú getur gengið frá greiðslu með kreditkorti eða með því að leggja inn á bankareikning. Ef verkefnið er þess eðlis að við þurfum að koma á staðinn, taka sýni eða skoða fasteignina meira verður hægt að ganga frá greiðslu samhliða því. Kostnaður er skv. verðskrá heimilisskoðunar og tekur mið af umfangi hverju sinni.
Skilmálar vegna ráðgjafarsímtala - EFLA - Innan handar
Viltu hafa samband?
Ef þú vilt vita meira um þjónustuna eða bóka fasteignaskoðun er það velkomið. Sendu okkur skilaboð og við höfum samband við þig.Hafa samband