Verkefnastjórnun
Verkefni, Stjórnun verkefna, MPM, Verkefnastjóri, Verkefnastjórar, Innivist
Öll verkefni kalla á sérhæfða verkefnastjórnun sem tekur mið af stærð, umfangi og flækjustigi hverju sinni. Gerðar eru kostnaðar- og tímaáætlanir í þeim smáatriðum sem skipta máli til að skila verkefnum áfram á markvissan hátt.
Verkefnastjórar EFLU eru þjálfaðir í að skynja og greina hættur sem stafa kunna að verkefninu og að bregðast við án tafar af reynslu, þekkingu og innsæi.
Tengiliðir
Ólafur Ágúst Ingason Byggingarverkfræðingur M.Sc. - Sviðsstjóri Sími: +354 412 6170 / +354 665 6170 Netfang: olafur.ingason@efla.is Reykjavík
Heiðrún Ösp Hauksdóttir Byggingarverkfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6098 / +354 665 6098 Netfang: heidrun.osp.hauksdottir@efla.is Reykjavík
Nýjustu aðferðum verkefnastjórnunar er beitt á stór og smá verkefni til að tryggja farsæla niðurstöðu fyrir viðskiptavini. Kostnaður og tími haldast í hendur og lögð er mikil áhersla á að halda þétt utan um þessa þætti, ásamt virkri áhættustjórnun. Með markvissri breytingastjórnun er tryggt að breytingar sem kunna að verða á verkefninu valdi sem minnstri truflun og óvissu.
Getur ráðið úrslitum um farsæla niðurstöðu verkefna
Mikilvægi verkefnastjórnunar felst meðal annars í vel skilgreindri stefnu í upphafi, skipulagningu, áætlanagerð, hvatningu og stýringu, með það að leiðarljósi að ná settum markmiðum á réttum tíma og að lágmarka kostnað.
EFLA hefur stýrt stórum og smáum verkefnum af ýmsu tagi. Þar á meðal er bygging stórhýsa á við hátæknisetur Alvotech , endurbygging afriðla fyrir Alcoa Fjarðaál, eftirlit með endurnýjun flugbrauta á Keflavíkurflugvelli og bygging PCC á Bakka við Húsavík.
Á meðal þjónustusviða eru
- Verkefnastjórnun
- Framkvæmdastjórnun og eftirlit
- Byggingarstjórnun
- Breytingastjórnun
- Hagkvæmnisathuganir
- Þarfagreiningar
- Kostnaðar-, tíma og framkvæmdaáætlanir
- Gerð útboðsgagna og samninga
- Viðtöku- og virkniprófanir
- Árlegur rekstrarkostnaður og líftímakostnaður bygginga (LCC)
- Mannvirkjastjórnun
- Áhættustjórnun og -greiningar
Auk almennrar verkefnastjórnunar sinnir verkefnastjórnunarteymi EFLU m.a. framkvæmdastjórnun, eftirliti, áætlanagerð, gerð útboðsgagna og samninga, auk áhættustýringar og -greiningar fyrir viðskiptavini.