Fasteignir og viðhald
Viðgerðir, Viðgerð, Fasteignir, Viðhald, Endurnýjun bygginga, Byggingar, Mannvirki, Viðhaldsþjónusta, Eignaþjónusta, Innivist, Raki, Leki
Viðhald fasteigna og annarra mannvirkja skipar mikilvægan sess hjá EFLU og er því rík áherslu lögð á að veita alhliða viðhaldsskoðun og ástandsskoðun bygginga.
EFLA sinnir fjölbreyttum verkefnum á sviði fasteigna og mannvirkja, eins og viðgerðum, viðhaldi, endurnýjun og breytingum á byggingum.
Nánari upplýsingar
Höskuldur Goði Þorbjargarson Byggingarverkfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6345 / +354 866 6931 Netfang: hoskuldur.godi.thorbjargarson@efla.is Reykjavík
Viðhald fasteigna
EFLA framkvæmir ástandsskoðun og mat á hvers konar fasteignum, kemur með tillögur að úrbótum og valkostum, kostnaðargreinir og forgangsraðar aðgerðum.
Sérfræðingar EFLU sjá einnig um gerð útboðsgagna og verksamninga ásamt því að sinna eftirliti með framkvæmdum og umsjón viðhalds- og endurbótaverkefna.
Alhliða þjónusta
Við sjáum um alhliða eigna- og viðhaldsþjónustu bygginga, allt frá viðgerðum, viðhaldi, endurnýjun og til breytinga
á byggingum.
Fasteignaviðhald | Þjónusta
- Ástandsúttektir og skoðanir bygginga
- Greining, mat og magntaka skemmda og galla
- Greining viðgerðarvalkosta og tillögur um endurbætur
- Forgangsröðun framkvæmda og áætlanagerð
- Gerð útboðsgagna, útboðs- og verklýsinga
- Uppsetning tilboðsskráa og skilgreining verkþátta
- Umsjón útboðs
- Yfirferð og kynning tilboða fyrir verkkaupa
- Gerð verksamninga
- Eftirlit með viðhaldsframkvæmdum á verkstað
- Verkfundir og samskipti við verkkaupa og verktaka
- Nánari skilgreiningar á viðgerðum og efnissamþykktir
- Kostnaðareftirlit og yfirferð magnmælinga
- Eftirfylgni tíma- og verkáætlana
- Uppgjör og lokaúttekt