Innivist og heilsa

Hús og heilsa, raki, mygla, loftgæði, myglusveppur, rakaskemmdir, sveppur, Mygla í húsum, Rakaskemmdir

EFLA veitir sérhæfða þjónustu og ráðgjöf varðandi heilnæm hús og innivist varðandi þá þætti sem hafa bein áhrif á líðan notenda bygginga. Það eru m.a. atriði eins og loftgæði, efnisval, rakaskemmdir, mygla, hljóðvist, birtuskilyrði frá lýsingu, öryggismál, viðhaldsþörf og umhirða húsnæðis.

Tengiliður


Við verjum að jafnaði 90% af tíma okkar innandyra og því skipta loftgæði og góð innivist miklu máli fyrir heilsu og vellíðan. Alþjóðaheilbrigðis­málastofnunin (WHO) hefur gefið út leiðarvísa vegna rakaskemmda, myglu og efnaútgufunar innandyra og tengsl þess við heilsu og líðan. 

Innivist og vellíðan

EFLA veitir fjölbreytta ráðgjöf hvað varðar heilnæmi bygginga og eru viðfangsefnin margvísleg,  bæði stór og smá. Allt frá því að veita ráðgjöf vegna húsnæðis einstaklinga yfir í að framkvæma heildstæða úttekt á vinnustöðum. Ráðgjöfin getur meðal annars falist í útfærslu viðgerða og hafa eftirlit með framkvæmd og hreinsun vegna rakaskemmda.

Þverfaglegt teymi

Hjá EFLU starfar öflugt og þverfaglegt teymi sem samanstendur af byggingarfræðingum, byggingartæknifræðingum, verkfræðingum, efnaverkfræðingum, matsfræðingi, húsasmíðameisturum, líffræðingum, lýðheilsufræðingi, líftækninema og hjúkrunarfræðingi. 

Innivist hefur áhrif á heilsu og vellíðan

Innivist og loftgæði skipta miklu máli fyrir notendur bygginga. Góð innivist stuðlar að betri heilsu, vellíðan og auknum lífsgæðum. 

Á meðal þjónustusviða er

 • Vinnuvistarkönnun, þ.e. könnun á líðan starfsfólks
 • Loftgæða-, raka- og agnamælingar
 • Viðhaldsþörf húsnæðis
 • Rannsóknir og sýnataka vegna rakaskemmda
 • Loftsýni og mæling á ögnum í lofti og rokgjörnum efnum
 • Loftþéttleikamælingar, þéttleiki rakavarnar mældur
 • Loftþrýstingsmælingar, þrýstingsbreytingar og loftlekar
 • Ráðgjöf vegna efnisvals í byggingar
 • Fræðsla og ráðgjöf við val á hreinsiefnum, efnisval tengdu húsbúnaði og innivið með tillit til kemískra efna og útgufunar VOC
 • Ráðgjöf og gerð verkferla vegna þrifa og umhirðu húseigna
 • Hljóðvistarráðgjöf
 • Ráðgjöf vegna birtuskilyrða frá lýsingu
 • Brunavarnir og öryggismál
 • Fræðsla og námskeiðahald

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei