Jarðvarmavirkjanir

Jarðvarmi, Virkjunarkostir, Virkjun, Jarðhiti, Endurnýjanlegir orkukostir, Orkukostir, Geothermal, Jarðhitarannsóknir

Jarðvarmi er einn af mikilvægustu endurnýjanlegum orkukostum sem í boði eru í dag og hefur þekking á nýtingu jarðvarma til raforkuvinnslu byggst upp á undanförnum áratugum á Íslandi. 


Sérfræðingar EFLU búa yfir alhliða þekkingu og víðtækri reynslu í athugunum og hönnun á virkjunarkostum.

Tengiliður

Að hanna jarðvarmavirkjun, allt frá fyrstu yfirborðs jarðhitarannsóknum til gangsetningar, er langtímaskuldbinding og krefst stuðnings, þekkingar og reynslu frá sérfræðingum sem hægt er að treysta.

Áratuga reynsla og sérfræðiþekking

Þekking og reynsla EFLU byggist m.a. á forathugun og jarðfræðilegum rannsóknum á jarðhitasvæðum, bæði innanlands og erlendis, forhönnun, hönnun og framkvæmdaeftirlit á þurrgufuvirkjunum, eins þreps gufuvirkjunum og tvívökvavirkjunum.

Engin tvö jarðhitasvæði eru eins en með 30 ára reynslu í jarðvarma­virkjunum getur EFLA getur veitt sérfræðiráðgjöf varðandi jarðvarma­verkefni um allan heim. Ávallt er leitast við að finna öruggar og hagkvæmar lausnir fyrir öll verkefni.

Jarðvarmavirkjanir frá a-ö

Við veitum heildarþjónustu vegna athugana, hönnunar og eftirlits á jarðvarmavirkjunum, allt frá frumathugunum til framkvæmdaeftirlits.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Verkefnisstýring og áhættugreiningar 
  • Kostnaðaráætlanir, virðisaukagreiningar og áætlanagerð 
  • Hagkvæmniathuganir á virkjunarkostum 
  • Eftirlit með öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismálum (ÖHU) á verkstað 
  • Mat á umhverfisáhrifum (MÁU) 
  • Jarðhitarannsóknir, líkanagerð og auðlindamat 
  • For- og frumathuganir virkjunarkosta 
  • Greining á sýnileika og ásýnd 
  • Hönnun vega, stærri lagnakerfa og borplana 
  • Verkhönnun 
  • Útboðs- og lokahönnun 
  • Tengingar við flutningskerfi 
  • Rýni á tilhögun framkvæmda 
  • Framkvæmdaeftirlit 
  • Prófanir og gangsetning 
  • Stýringar og stjórnbúnaður 
  • Meðhöndlun ágreinings og aukakrafna 
  • Endurnýjun og viðhald

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei