Vindgreiningar

Vindur, Vindflæði, Áhrif vinds, Vindstrengur, Straumfræði, Hermun, Tölvuvædd straumfræði

Byggingar og önnur mannvirki hafa áhrif á flæði vinds í sínu nærumhverfi. Dæmi eru um að áhrif nýbygginga á vindflæði hafi leitt af sér óæskilegar eða jafnvel hættulegar aðstæður fyrir íbúa, notendur og aðra vegfarendur.


EFLA notar tölvuvædda straumfræði (CFD) til að herma staðbundið vindflæði í kringum byggingar. Niðurstöður hermana gefa mikilvægar upplýsingar sem nýtast við að lágmarka neikvæð áhrif vinds.

Tengiliður

Staðbundið vindflæði í kringum byggingar

Hönnun á útisvæðum í þéttbýlum á að tryggja öryggi og nægileg þægindi fyrir notendur í og við svæðið. Hönnun og staðsetning bygginga og mannvirkja geta leitt af sér óæskilegar vindaðstæður. Byggingarnar geta fangað vindinn eða beint honum á milli sín þannig að það myndast vindstrengir sem hafa neikvæð áhrif á til dæmis gangandi vegfarendur.

Stundum skapast háir vindhraðar neðarlega við háreistar byggingar, við hornin á byggingum eða þar sem vindur þarf að fara í gegnum þrengingar á milli bygginga. Byggingar geta einnig myndað skjól fyrir vissum vindáttum. Hægt er að meta áhrif skipulags og hönnunar nýbygginga á vindaðstæður og meta hvar ákjósanlegt er að staðsetja til dæmis útisvæði og innganga. Einnig er hægt að skoða og meta mótvægisaðgerðir sem lágmarka og draga úr óæskilegum vindaðstæðum.

Tölvuvædd straumfræði 

EFLA notast við tölvuvædda straumfræði (CFD) til að reikna staðbundið vindflæði þar sem notast er við tölulegar aðferðir til að leysa ólínulegar jöfnur sem lýsa flæði gass og vökva. Niðurstöður hermunar eru t.d. meðal­vindhraði og -stefna fyrir þær vindáttir sem eru rannsakaðar. Þessar niðurstöður er hægt að nota til að meta hvar hönnun og skipulag valda óæskilegum vindaðstæðum. 

Áhrif vinds á vegfarendur

Einnig er hægt að meta áhrif vinds á vegfarendur (e: pedestrian wind comfort) með því að nota niðurstöður hermunar og vindgögn frá svæðinu. Gögn eru sett fram á einfaldan máta með myndrænum hætti þar sem hægt er að sjá hver áhrif nýbyggingin hefur á notendur byggingarinnar og vegfarendur þar í kring.

Áhrif bygginga á vindflæði

Byggingar og önnur mannvirki hafa áhrif á vindflæði sem geta leitt af sér óæskileg og jafnvel hættulegar aðstæður fyrir notendur og aðra vegfarendur. 

EFLU blogg

Á meðal þjónustusviða eru

  • Almenn greining á vindafari út frá aðgengilegum vindgögnum
  • Tölvuvædd straumfræði hermun á staðbundnu vindflæði í kringum byggingar og önnur mannvirki
  • Greining á árlegum áhrifum vinds á vegfarendum (e: pedestrian wind comfort) út frá tölfræðilegum vindgögnum
  • Gerð tillagna að úrbótum og mótvægisaðgerðum við núverandi byggingar

VindflæðiVindflæði í kringum byggingu reiknað með CFD.

Tengd þjónustaVar efnið hjálplegt? Nei