Sýnataka og greining á myglu

Rannsóknarstofa, Greina sýni, Mygluvöxtur, Mygla, Raki, Innivist

Á rannsóknarstofu EFLU er framkvæmd greining á sýnum úr byggingarefnum til að kanna hvort þar finnist mygluvöxtur, gró, svepphlutar, örverur eða önnur efni sem gefa til kynna rakavandamál.


Hægt er að koma með sýni til rannsóknar eða fá sérfræðing frá EFLU til að koma á staðinn og taka sýni. Í kjölfarið greinir líffræðingur sýnin með skoðun í víðsjá og smásjá.

Tengiliðir

Tilgangurinn með greiningu á sýnum er að sá sem rannsakar byggingu og aðstæður sé betur í stakk búinn til að veita ráðgjöf til að draga úr frekari rakavandamálum og hversu langt þurfiað ganga í aðgerðum og hreinsun.

Til þess að geta dregið ályktanir af niðurstöðum þarf í flestum tilfellum að liggja fyrir skoðun og rannsókn á byggingu eða byggingarhlutum, uppbyggingu og loftlekaleiðum auk rakamælinga. 

Almennt séð er að þar sem ekki hefur orðið vatnstjón, rakaþétting eða leki er ekki líklegt að myglusveppir hafi náð að vaxa.

Sýnataka og framkvæmd

Hægt er að óska eftir sýnatöku á höfuðborgarsvæðinu (pnr: 101-113, 200-225, 270) eða koma með sýni til greiningar í móttöku EFLU að Lynghálsi 4, 110 Reykjavík milli kl. 8 og 16, mánu- til fimmtudaga og milli kl. 8 og 16 á föstudögum. 

Nauðsynlegt er að fylgja leiðbeiningum um sýnatöku og meðhöndlun sýnis sem er að finna neðar á síðunni.

Panta sýnatöku

Mygla tengist rakavandamálum

Ef mygluvöxtur finnst í byggingarefnum gefur það tilefni til aðgerða þar sem hann finnst eingöngu þar sem rakavandamál eru til staðar.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Almenn sýnataka, t.d. stroksýni, límbandssýni og greining
  • Sýnataka úr byggingarefnum
  • Alhliða ráðgjöf varðandi hreinsunaraðgerðir

Vantar þig ráðgjöf?

EFLA veitir ráðgjöf í síma og er hægt að panta samtal með því að senda okkur beiðni um símaráðgjöf. Ráðgjafi svarar helstu spurningum, eins og mögulegt er, varðandi hugsanlegar rakaskemmdir á húsnæði í gegnum viðtal í síma, með eða án myndavélar. Hægt er að senda okkur myndir og gögn ásamt helstu upplýsingum um vandamálið þegar viðtal hefur verið bókað.

Viltu panta símaráðgjöf?

Þegar þú hefur pantað símaráðgjöf færðu sendan hlekk í tölvupósti til að bóka þann tíma sem þér hentar

Panta símaráðgjöf

Skilmálar vegna ráðgjafarsímtala - EFLA

Hvað kostar þjónustan?

Upphafsgjald þjónustunnar, sem fer fram í gegnum símtal eða myndsamtal, m.v. allt að 15 mín. samtal er 10.000 kr m.vsk. Eftir það tekur gjaldið mið af þeim tíma sem fer í ráðgjöfina út eftirfarandi gjaldskrá:

Gjaldskrá - SamtalVerð án vskVerð m.vsk
Upphafsgjald 15 mín.8.065 kr10.000 kr
16-30 mín.12.097 kr15.000 kr
31-45 mín.16.129 kr20.000 kr
46-60 mín.20.161 kr25.000 kr

Hvernig borga ég fyrir þjónustuna?

Eftir að samtalinu lýkur sendum við þér hlekk á örugga greiðslusíðu þar sem þú getur gengið frá greiðslu með kreditkorti eða með því að leggja inn á bankareikning. Ef verkefnið er þess eðlis að við þurfum að koma á staðinn, taka sýni eða skoða fasteignina meira verður hægt að ganga frá greiðslu samhliða því. Kostnaður er skv. verðskrá heimilisskoðunar og tekur mið af umfangi hverju sinni.

Upplýsingar um verð vegna heimilisskoðunar.

Algengar spurningar og svör

Hvernig tek ég sýni úr byggingarefni?

Það er nauðsynlegt að taka heila efnisbúta af byggingarefni þar sem rakavandamál er til staðar og grunur er um myglu. Ef um er að ræða plötu, t.d. gips eða krossvið, skaltu taka 5x5 cmbút og náðu bæði framhlið og bakhlið efnisins. En ef um er að ræða stoðir eða timbur í þaki er gott að taka flís úr efninu með sporjárni að lágmarki 1 cm inn í efnið.

Get ég tekið sýni og sent til rannsóknar?

Já, það getur þú gert, en hafa ber í huga að það er vandasamt að velja sýnatökustað til þess að meta hvort vandamál tengt rakaskemmdum og myglu sé til staðar. Sem dæmi þá má í mörgum tilfellum taka stroksýni við rúður að vetri til og í þeim sýnum greinist mygla. Sú mygla sem þar greinist getur valdið einkennum og ætti í öllum tilfellum að fjarlægja og hreinsa.

Orsök vegna þess má oftast skýra með fáum loftskiptum, háum loftraka eða rakaþéttingu á köldum fleti. Slíkar aðstæður endurspegla ekki endilega vandamál vegna hönnunar eða framkvæmda heldur til notkunar húsnæðis.

Hvernig skila ég sýnum til greiningar?


Þú þarft að ganga frá sýnunum í plastpoka með riflás og senda okkur beiðni um sýnagreiningu og merkja pokann skilmerkilega með eftirfarandi upplýsingum:

  • Nafn, kennitala, heimilisfang og póstnúmer
  • Dagsetning sýnatöku
  • Sýnanúmer
  • Sýnatökustaður (heimilisfang og póstnúmer)
  • Hvar sýnið er tekið í húsinu (t.d. svefnherbergi, skrifstofa)
  • Byggingarefni sýnis (t.d. veggur, golf, þakbiti, krossviður, gips, parket, undirlag, límtré, fura). 
  • Lýsing á aðstæðum

Sýnataka og greining á mygluSmásjá af gerðinni Olympus CX23

Sýnataka og greining á mygluMyglusveppur, Mucor spp, sem var tekinn af timbri skoðaður í smásjá

Sýnataka og greining á mygluMyglusveppur skoðaður í gegnum smásjá í 40x stækkun

Sýnataka og greining á mygluMyglusveppur, Mucor spp, á timbri skoðaður í víðsjá

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei