Burðarvirki

Burðarþol, Burðarþolshönnun, Hönnun burðarþols, Burðarkerfi, Klæðningar, Stál, Steining húsa, Útveggir

EFLA veitir víðtæka ráðgjöf á öllum sviðum burðarþolshönnunar í bæði nýjum og eldri mannvirkjum.

Tengiliðir

Víðtæk reynsla okkar í byggingariðnaði hefur fært EFLU alhliða þekkingu á greiningu og hönnun burðarvirkja, allt frá íbúðarhúsnæði til stórra atvinnu- og iðnaðarmannvirkja.

Yfirgripsmikil reynsla af að nota margvíslegar byggingaraðferðir ásamt vilja til að nota ný byggingarefni, gerir EFLU kleift að mæta þeim kröfum sem hvert verkefni setur.

Árangurinn verður hagkvæm hönnun og lausnir sem sameina nýsköpun, verkfræðilega og efnahagslega hagkvæmni.

Samvinna, þróun og tækni

Með því að sameina sérfræðiþekkingu starfsmanna EFLU og nýjustu þróun í hönnunaraðferðum og hugbúnaðartækni, getum við sérsniðið lausnir sem uppfylla þarfir viðskiptavinarins.


Á meðal þjónustusviða eru

  • Hönnun nýrra burðarvirkja úr steypu, stáli eða timbri
  • Hönnun úr gleri, áli, koltrefjum, ryðfríu stáli o.fl.
  • Hönnun einstakra byggingarhluta svo sem forsteyptra eininga, glerhandriða og útveggjaklæðninga
  • Vatnsþétt steypa, sjónsteypa, forspennt steinsteypa, eftirspennt steinsteypa, forsteyptar einingar
  • Breytingar og endurbætur á eldri mannvirkjum
  • Greining á mannvirkjum með tilliti til jarðskjálfta
  • Efnisval m.t.t. eiginleika og endingar
  • Verklýsingar, kostnaðaráætlanir og útboðsgögn
  • Vistvæn hönnun t.d. með tilliti til Breeam vottunar
  • Líftímagreiningar (LCC)
  • Vistferilsgreiningar (LCA)

Tengd þjónusta



Var efnið hjálplegt? Nei