Hljóðmælingar

Hávaði, Hljóð, Hljóðfræði, Hljóðstigsmælingar, Hávaðastjórnun

EFLA framkvæmir margs konar hljóðfræðilegar mælingar með fullkomnum og öflugum mælitækjum. Slíkar mælingar eru einn af meginþáttum góðrar hljóðvistar hvort sem er innandyra eða utanhúss. 

Tengiliður

Á meðal þjónustusviða eru

  • Hljóðstigsmælingar innandyra, t.d. hljóðstig frá tæknibúnaði, lögnum og loftræsingu eða hljóðstig frá starfsemi.

  • Hljóðstigsmælingar utanhúss, t.d. hljóðstigsmælingar frá umferð og ýmiskonar atvinnustarfsemi svo sem framkvæmdum, iðnaðarsvæðum, akstursíþróttasvæðum, skotæfingasvæðum, hafnarstarfsemi og flugvallastarfsemi. Einnig eru framkvæmdar langtímamælingar þar sem hljóðmælir er skilinn eftir.

  • Ómtímamælingar eru framkvæmdar í rýmum þar sem glymjandi er mikill miðað við notkun eða þar sem verið er að kanna hvort kröfur byggingarreglugerðar eru uppfylltar.

  • Högghljóðstigsmælingar og mælingar á hljóðleiðni, t.d. á milli hæða í fjölbýlishúsum eða í skrifstofuhúsnæði.

  • Lofthljóðeinangrun, t.d. mælingar á hljóðeinangrun gólfplatna, veggja og annarra byggingarhluta.

Tengd þjónusta



Var efnið hjálplegt? Nei