Hljóð

Góð hljóðvist bygginga er einn af þeim þáttum sem hafa hvað mest áhrif á afkastagetu, vellíðan og einbeitingu notenda. Hljóðráðgjafar EFLU búa yfir mikilli reynslu og veita sérfræðiráðgjöf um hljóðhönnun.

Ventilated white ceiling with glass windows

Góð hljóðvist, gulls ígildi

Starfsfólk EFLU hefur yfir að ráða mikilli þekkingu og reynslu í hljóðhönnun bygginga af öllum stærðum og gerðum, hvort sem um er að ræða nýbyggingar eða endurbætur á húsnæði. EFLA framkvæmir margs konar hljóðfræðilegar mælingar með fullkomnum og öflugum mælitækjum. Slíkar mælingar eru einn af meginþáttum góðrar hljóðvistar, hvort sem er innandyra eða utanhúss. Áreiti frá öðrum notendum eða tæknibúnaði getur haft áhrif á hvíld, einbeitingu og úthald. Það er því mikilvægt að draga úr bakgrunnshávaða og of mikilli hljóðbærni til að tryggja góð og skilvirk samskipti. Með góðri hljóðvistarhönnun er tryggt að hljómburður rýmis hæfi notkun þess. Í fundar- og ráðstefnusölum er til að mynda mikilvægt að talað mál berist rétt og vel. Þá hefur hljómburður tónlistarrýma mikil áhrif á notagildi þeirra, bæði hvað varðar upplifun fólks og nýtingu rýmisins.

Einstakar lausnir

Við hljómburðarhönnun er notaður fyrsta flokks hugbúnaður til líkanútreikninga. Þrívíddarlíkan er sett upp í hugbúnaðinum Odeon Combined og Treble til að tryggja að hljómburður verði eins og best verður á kosið. Með hugbúnaðinum fást upplýsingar um ómtíma rýma, orkudreifingu og skýrleika talaðs máls, svo fátt eitt sé nefnt. Einnig er hægt að hlusta á hljóðbrot sem lýsir hljómburði rýmisins og þannig hægt að bera saman mismunandi hljóðlausnir og aðgerðir. Með réttri hönnun tryggjum við góðan hljómburð með réttum áherslum fyrir sérhvert rými og verkefni. Í okkar huga er ekkert verkefni of stórt eða of lítið.

Meðal þjónustusviða eru:

  • Hljóðmælingar sem m.a. eru framkvæmdar í þegar byggðum rýmum .
  • Hljóðmælingar frá hávaðauppsprettum í umhverfinu.
  • Mat á hljóðeinangrunareiginleikum skilflata og hljóðstig frá tækjabúnaði.
  • Ráðgjöf varðandi hljóðkerfi og samspil þeirra við hljómburð rýma.
  • Hljómkerfahönnun.
  • Hljóðstigsmælingar innandyra, t.d. hljóðstig frá tæknibúnaði, lögnum og loftræsingu eða hljóðstig frá starfsemi.
  • Hljóðstigsmælingar utanhúss, t.d. hljóðstigsmælingar frá umferð og ýmiskonar atvinnustarfsemi, svo sem framkvæmdum, iðnaðarsvæðum, akstursíþróttasvæðum, skotæfingarsvæðum, hafnarstarfsemi og flugvallarstarfsemi. Einnig eru framkvæmdar langtímamælingar þar sem hljóðmælir er skilinn eftir.
  • Ómtímamælingar eru framkvæmdar í rýmum þar sem glymjandi er mikill miðað við notkun eða þar sem verið er að kanna hvort kröfur byggingarreglugerðar séu uppfylltar.
  • Högghljóðstigsmælingar og mælingar á hljóðleiðni, t.d. á milli hæða í fjölbýlishúsum eða í skrifstofuhúsnæði.
  • Lofthljóðeinangrun, t.d. mælingar á hljóðeinangrun gólfplatna, veggja og annarra byggingarhluta.

Betri líðan og aukin afkastageta

Hljóðvist og hljómburður innan rýma hefur mikil áhrif á líðan, afkastagetu og upplifun notenda. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á neikvæð áhrif of mikils hávaða. Rétt hljómburðarhönnun hefur þannig mikil áhrif á nýtingu rýmis og ánægju fólks af viðkomandi rými eða stað. Hljóðsérfræðingar EFLU búa yfir sérþekkingu sem gerir viðskiptavinum kleift að ná framúrskarandi hljóðvist í rými með sannreyndum aðferðum.

Hafðu samband við sérfræðinga EFLU