Hússtjórnarkerfi
Loftræsikerfi, Stjórnunarkerfi húsa, Hústjórnunarkerfi, Loftræstikerfi, Hitastig, Loftræsting, Loftræsing, Orkunýting húsa, Öryggiskerfi
Hússtjórnakerfi er samnefnari yfir nokkur kerfi sem sett eru upp í byggingum. Hlutverk þessara kerfa er að einfalda rekstur fasteigna.
EFLA hefur áratuga reynslu af gerð hússtjórnarkerfa.
Tengiliðir
Björn Þorgeirsson Rafiðnfræðingur Sími: +354 412 6254 / +354 665 6254 Netfang: bjorn.thorgeirsson@efla.is Reykjavík
Magnús Einarsson Rafmagnstæknifræði B.Sc. Sími: +354 412 6160 / +354 665 6160 Netfang: magnus.einarsson@efla.is Reykjavík
Meginmarkmið hússtjórnarkerfa er að stýra notkun og hafa eftirlit með ýmsum kerfum innan bygginga. Það eru fjölmargir möguleikar í boði varðandi notkun slíkra kerfa t.d. að tengja saman hússtjórnarkerfi og láta þau vinna saman með sjálfvirkum hætti við stjórnun hitastigs, lýsingar, loftræsi- og lagnakerfa. Þá er hægt að skilgreina aðgangsstýringu innan hússins, tengja það við öryggiskerfi og samtengja jafnvel við skjámyndakerfi eða bókunarkerfi hótela. Einnig er hægt að nýta fjölbreytta möguleika á sjálfvirkri lýsingu, stjórna dagsljósastýringu og ljóslit ljósgafans og jafnvel að stýra gardínum með skjámyndakerfi.
Vel skilgreint og hannað hússtjórnarkerfi sem er byggt á búnaði sem fylgir alþjóðlegum stöðlum, t.d. KNX, Dali og DMX, er hægt að nota til að fylgjast með orkunotkun með það fyrir augun að lækka rekstrarkostnað.
Skilvirkari og auðveldari rekstur
Hússtjórnarkerfi auðvelda rekstur bygginga og vel hönnuð kerfi sem taka mið af þörfum notenda þess stuðla að betri vellíðan. Samhliða slíkum kerfum skapast margvíslegur rekstrarlegur ávinningur þar sem hægt er að skoða, greina og hafa eftirlit með kostnaði með það fyrir augum að lækka rekstrarkostnað.
Á meðal þjónustusviða
- Þarfagreining
- Hönnun hússtjórnarkerfa
- Gerð virkni- og kerfislýsinga
- Gerð útboðsgagna
- Ráðgjöf um val á búnaði
- Forritun hússtjórnakerfa
- Gangsetning og samþætting kerfa
- Eftirlit með uppsetningum og prófunum
- Þjónustusamningar og ráðgjöf
- Viðhald og breytingar
Algengar spurningar og svör
Hvað er hússtjórnarkerfi?
Hússtjórnakerfi getur verið byggt upp af mörgum ólíkum stýrikerfum sem fara eftir ólíkum stöðlum en hafa það sameiginlega markmið að draga úr rekstrarkostnaði. Algeng kerfi í byggingum eru t.d.
- Stjórnkerfi loftræsikerfa
- Skjámyndakerfi
- Öryggiskerfi
- Stjórnkerfi lýsingarkerfa
Er notað til að stýra ljósum í fasteignum eftir fyrirfram ákveðnum aðgerðum sem kallast senur og geta þær kveikt, dimmað eða slökkt ljós. Einnig er hægt að stýra öðrum þáttum fasteignar með þessum kerfum. Algengar tegundir kerfa eru t.d.
- KNX: Er staðall sem yfir 450 framleiðendur vinna eftir og er notað mest til stýringar á lýsingu með rofum, hreyfiskynjurum og senum en getur einnig stjórnað hita, loftræsingu, gardínum og markísum.
- Dali: Notast til stýringar á lýsingu með rofum, hreyfiskynjurum og senum.
- DMX: Notast til stýringar á lýsingu með díóðum sem hafa möguleika á að breyta lit og ljósum sem eru með hreyfanlega hluti.
Hvenær ætti að íhuga að setja upp hússtjórnarkerfi?
Það fer eftir aðstæðum og stærð byggingarinnar hverju sinni. Í raun og veru er hægt að setja upp hússtjórnarkerfi í bæði lítil og stór rými. Rými, t.d. vinnustaður með 50-100 starfsmönnum eða fleiri, hótel, veitingastaðir henta afar vel fyrir slík kerfi. Einnig mætti nefna lagerhúsnæði þar sem skrá þarf hitastig og stjórna hita.
Hvað gera hússtjórnarkerfi?
Með hússtjórnarkerfi er hægt að samþætta stýringu á þeim rafmagns-, tækni- og lagnakerfum sem eru í húsinu eða á að setja upp. Hússtjórnarkerfi auðvelda allan rekstur og bæta innivist sem stuðlar að betri líðan starfsmanna. Kerfin geta safnað saman gögnum og skráð rekstrargildi og auðvelda þannig rekstraraðilum við að hafa eftirlit með kostnaði við reksturinn.