Hússtjórnarkerfi

Vel skilgreint og vel hannað hússtjórnarkerfi má nota til að fylgjast með orkunotkun með það fyrir augun að lækka rekstrarkostnað. EFLA hefur áratugareynslu af gerð hússtjórnarkerfa.

Interior of a concrete building with metal railing

Fjölbreyttir möguleikar

Hússtjórnarkerfi er samnefnari yfir nokkur kerfi sem sett eru upp í byggingum og hafa það að meginmarkmiði að stýra notkun og hafa eftirlit með ýmsum kerfum innan bygginga. Möguleikar hússtjórnarkerfa eru fjölmargir og er til dæmis hægt að láta kerfi vinna sjálfvirkt saman við stjórnun hitastigs, lýsingar og loftræsi- og lagnakerfa. Þá er hægt að skilgreina aðgangsstýringu, tengja við öryggiskerfi og samtengja jafnvel við skjámynda- eða bókunarkerfi hótela. Einnig er hægt að nýta fjölbreytta möguleika á sjálfvirkri lýsingu, stjórna dagsljósastýringu og ljóslit ljósgafans og jafnvel að stýra gardínum með skjámyndakerfi. EFLA býður upp á vönduð hússtjórnarkerfi, byggð á búnaði sem fylgir alþjóðlegum stöðlum, t.d. KNX, Dali og DMX, með það að leiðarljósi að fylgjast með orkunotkun og lækka þannig rekstrarkostnað.

Hagkvæmi og vellíðan

Hússtjórnarkerfi auðvelda rekstur bygginga og vel hönnuð kerfi sem taka mið af þörfum notenda þess stuðla að aukinni vellíðan. Samhliða slíkum kerfum skapast margvíslegur rekstrarlegur ávinningur þar sem hægt er að skoða, greina og hafa eftirlit með kostnaði, með það fyrir augum að lækka rekstrarkostnað. Hússtjórnarkerfi getur verið byggt upp af mörgum ólíkum stýrikerfum sem fara eftir ólíkum stöðlum, en hafa það sameiginlega markmið að draga úr rekstrarkostnaði. Meðal bygginga sem EFLA hefur hannað hússtjórnarkerfi fyrir eru Gróska hugmyndahús í Vatnsmýri, höfuðstöðvar Marel í Austurhrauni og höfuðstöðvar EFLU á Lynghálsi.

Meðal þjónustusviða eru:

  • Þarfagreining
  • Hönnun hússtjórnarkerfa
  • Gerð virkni- og kerfislýsinga
  • Gerð útboðsgagna
  • Ráðgjöf um val á búnaði
  • Forritun hússtjórnarkerfa
  • Gangsetning og samþætting kerfa
  • Eftirlit með uppsetningu og prófunum
  • Þjónustusamningar og ráðgjöf
  • Viðhald og breytingar

Sterkar lausnir

Sérfræðingar EFLU aðstoða viðskiptavini við að setja upp hússtjórnarkerfi sem gera það mögulegt að samþætta stýringu á þeim rafmagns-, tækni- og lagnakerfum sem eru í byggingu eða á að setja upp. Hússtjórnarkerfi auðvelda allan rekstur og bæta innivist sem stuðlar að betri líðan notenda byggingarinnar. Kerfin geta safnað saman gögnum og skráð rekstrargildi og auðvelda þannig rekstraraðilum að hafa eftirlit með kostnaði við reksturinn.

Hafðu samband við sérfræðinga EFLU