Hljóðvistarráðgjöf
Hljóðvist, Hávaði, Hávaðastjórnun, Hljóð, Innivist, Hljóðráðgjöf
Góð hljóðvist í byggingum er einn af þeim þáttum sem hafa hvað mest áhrif á afkastagetu, vellíðan og einbeitingu notenda.
Tengiliður
Guðrún Jónsdóttir Hljóðverkfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6094 / +354 665 6094 Netfang: gudrun.jonsdottir@efla.is Reykjavík
Áreiti frá öðrum notendum eða tæknibúnaði getur haft áhrif á hvíld, einbeitingu og úthald. Það er því mikilvægt að draga úr bakgrunnshávaða og of mikillar hljóðbærni til að tryggja góð og skilvirk samskipti.
Fyrsta flokks tækjabúnaður
EFLA notar fyrsta flokks tækja- og hugbúnað, bæði til líkanútreikninga og hljóðmælinga. Með vandaðri hönnun og réttum áherslum fyrir sérhvert rými er hægt að ábyrgjast góða hljóðvist. Hljómburðarhönnun EFLU er sett upp í þrívíddarlíkan í hugbúnaðinum Odeon Combined. Með forritinu er hægt að hlusta á hljóðbrot sem lýsir hljómburði rýmisins og mismunandi hljóðlausnir og aðgerðir bornar saman. Með þeim hætti verður hljómburður rýmisins eins og best verður á kosið.
Góð hljóðvist skiptir miklu máli
Hljóðvist og hljómburður innan rýma hefur mikil áhrif á líðan, afkastagetu og upplifun notenda. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á neikvæð áhrif of mikils hávaða.
Á meðal þjónustusviða eru
- Hljóðmælingar sem m.a. eru framkvæmdar í þegar byggðum rýmum (ómtími, hljóðeinangrun, hljóðstig frá tæknibúnaði)
- Hljóðmælingar frá hávaðauppsprettum í umhverfinu
- Mat á hljóðeinangrunareiginleikum skilflata og hljóðstig frá tækjabúnaði
- Ráðgjöf varðandi hljóðkerfi og samspil þeirra við hljómburð rýma