Rafmagns- og tæknikerfi mannvirkja

Öryggiskerfi, Tæknikerfi mannvirkja, Rafmagnskerfi, Tæknikerfi, Gagnaflutningskerfi, Rafkerfi, Rafkerfahönnun, Raforkukerfi

EFLA sérhæfir sig í hönnun rafmagns-, öryggis- og tæknikerfa fyrir byggingar og mannvirki af öllum gerðum og stærðum.

Tengiliður

EFLA hefur séð um hönnun rafkerfa, lýsingar- og ljósastýrikerfa í allar gerðir mannvirkja. Einnig hönnum við gagnaflutningskerfi fyrir tölvur, síma, öryggis- og aðgangsstýrikerfi, myndavélakerfi, stjórnkerfi fyrir vatns-, hita og loftræsikerfi. Við hönnun jafnframt hljóð- og myndkerfi fyrir samkomusali, fundarsali og sýningarsali. Þá sjáum við um samtengingu á milli kerfa, forritun og endanlegt uppstart fyrir afhendingu. 

Fjölbreytt verkefni - bæði stór og smá


Verkefni okkar eru fjölbreytt og leggjum við áherslu á heildstæðar lausnir. Þannig höfum við séð um hönnun rafkerfa og lýsingar fyrir íbúðarhúsnæði, hótelbyggingar, skrifstofubyggingar, skólabyggingar, sjúkrahús, lista- og minjasöfn, veitingastaði, hafnarmannvirki og raftengingar skipa, vegi, jarðgöng, flugstöðvar, tónlistar- og ráðstefnuhús, lögreglustöðvar, fangelsi, lýsisverksmiðjur, mjólkurbú, dælustöðvar, aðveitustöðvar o.fl.

Markmið okkar er að þjóna viðskiptavinum með þeim hætti að báðum aðilum reynist samstarfið árangursríkt og að viðskiptavinurinn meti starf okkar þannig að hann leiti til okkar aftur.

Víðtæk og breið þekking

Í tæknivæddum heimi er krafist víðtækrar þekkingar á mörgum og óskyldum verkþáttum rafkerfa. Til að mæta þessum kröfum eru starfsmenn okkar með góða almenna þekkingu og reynslu á rafmagnssviði en jafnframt hafa þeir aflað sér sérmenntunar og eru sérhæfðir á einstökum sviðum rafkerfa. Það gerir okkur kleift að ráðast í öll verkefni sem vænta við hönnun á nútíma tæknivæddu mannvirki.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Hönnun almennra rafkerfa
  • Skammhlaups- og spennufalls útreikningar
  • Lýsingarhönnun
  • Neyðarlýsing mannvirkja
  • Hönnun brunaviðvörunarkerfa
  • Hönnun öryggis- myndavéla og aðgangsstýrikerfa
  • Hönnun fjarskiptalagna (tölvu- og símalagnir)
  • Hljóð- og myndkerfi fyrir fundar- og ráðstefnusali
  • Forritun ljósastýrikerfa og samtenging við hljóð- og myndkerfi
  • Hönnun stjórnkerfa fyrir loftræsi-, lagna- og önnur tæknikerfi mannvirkja
  • Hönnun og forritun hússtjórnarkerfa
  • Útboðsgagnagerð: Verklýsingar, magnskrár, kostnaðaráætlanir
  • Verkeftirlit
  • Rafgæðamælingar
  • Jarðskautsmælingar
  • Bilanagreining

Lýsing- og rafkerfi

Lýsingarhönnun í fundarsal

Rafkerfi hjá iðnfyrirtæki


Tengd þjónusta



Var efnið hjálplegt? Nei