Rafkerfi og lýsing

EFLA sérhæfir sig í rafkerfa- og lýsingahönnun fyrir allar gerðir mannvirkja og hafa fjölmörg verkefni fyrirtækisins hlotið verðlaun fyrir framúrskarandi lýsingarhönnun.

Bright ring ceiling lights

Samhæfð sérþekking

EFLA hefur séð um hönnun rafkerfa, lýsingar- og ljósastýrikerfa í allar gerðir mannvirkja. Einnig hönnum við gagnaflutningskerfi fyrir tölvur, síma, öryggis- og aðgangsstýrikerfi, myndavélakerfi, hljóðkerfi og stjórnkerfi fyrir vatns-, hita og loftræsikerfi. Sérfræðingar EFLU styðjast við þrívíddarhugbúnað við hönnun og samræmingu rafkerfa innbyrðis og með öðrum lagnakerfum á borð við vatnslagnir, úðara, loftræsilagnir og fráveitu.

Lýsing er hluti af daglegu lífi, vinnuumhverfi, afþreyingu og öryggi. Því er mikilvægt að lausnir fyrir hvert verk séu úthugsaðar og útfærðar af þekkingu. Einnig er mikilvægt að hugsa fyrir lýsingu og ljósastýringum með tilliti til orkusparnaðar.

Verkefni okkar eru fjölbreytt og leggjum við áherslu á heildstæðar lausnir.

Faglegar lausnir og vönduð vinnubrögð

Sérfræðingar EFLU leggja áherslu á vandaða vinnu og leggja sig fram um að veita hagkvæmar og faglegar lausnir í samráði við verkkaupa. Við vinnum og samræmum lagnir okkar í þrívídd og höfum það að markmiði að hanna rafkerfi og lýsingu sem stenst kröfur um góða innivist og arkitektúr. Okkur finnst fátt skemmtilegra en að hugsa út fyrir kassann og hjá okkur er lýsingarhönnun undir jökli eða í djúpum hellum engin fyrirstaða. Rafkerfa- og lýsingarteymi EFLU er fjölbreyttur hópur sem býr yfir mikilli sérþekkingu. EFLA hefur umhverfisáhrif hönnunar að leiðarljósi og býr yfir mikilli þekkingu á vistvænni hönnun. Markmið okkar er að þjóna viðskiptavininum með þeim hætti að báðum aðilum reynist samstarfið árangursríkt og að viðskiptavinurinn meti starf okkar þannig að hann leiti til okkar aftur.

Meðal þjónustusviða eru:

  • Lýsingarhönnun innanhúss: almenn lýsing, sérlýsing, skrautlýsing o.fl.
  • Lýsingarhönnun utandyra: veglýsing, jarðgangalýsing, skrautlýsing, vinnusvæðalýsing o.fl.
  • Neyðarlýsing, flóttaleiðalýsing, öryggislýsing
  • Neyðarlýsingarkerfi, miðlæg kerfi
  • Ljósastýringar, hönnun, forritun og stillingar
  • Ljósmengunarmælingar
  • Lagnaleiðir
  • Einlínu- og kerfismyndir rafkerfa
  • Almenn raflögn
  • Afláætlanir
  • Afldreifikerfi: Skinnustokkar og strenglagnir
  • Smáspennukerfi
  • Brunaviðvörunarkerfi
  • Gasslökkvikerfi
  • Reyksogskerfi
  • Samræming með Revit og BIM umhverfi
  • Kostnaðaráætlanir á frumstigi og á öðrum stigum hönnunar
  • Skammhlaups- og spennufallsútreikningar
  • Brunaviðvörunarkerfi
  • Öryggis-, myndavéla- og aðgangsstýrikerfi
  • Fjarskiptakerfi (tölvu-, síma-, og ljósleiðaralagnir)
  • Hljóð- og myndkerfi
  • Ljósastýrikerfi
  • Útboðsgagnagerð: Verklýsingar, magnskrár, kostnaðaráætlanir
  • Framkvæmda- og verkeftirlit rafkerfa
  • Rafgæðamælingar
  • Jarðskautsmælingar
  • Bilanagreiningar
  • Vistvæn hönnun: BREEAM, SVANSVOTTUN

Framúrskarandi þekking

Í tæknivæddum heimi eru uppi kröfur um víðtæka þekkingu á mörgum og óskyldum verkþáttum raf- og sérkerfa. Til að mæta þessum kröfum búa sérfræðingar EFLU yfir framúrskarandi þekkingu og reynslu á rafmagnssviði en jafnframt hafa þeir aflað sér sérmenntunar og öðlast sérhæfingu á einstökum sviðum. Þetta gerir okkur kleift að ráðast í öll verkefni sem krefjast hönnunar á nútíma tæknivæddu mannvirki.

Hafðu samband við sérfræðinga EFLU