Raflagnahönnun

Rafmagn, Hönnun raflagna, Lagnir rafmagns, Smáspennukerfi, Spennukerfi, Rafhönnun, Smáspennukerfi, Lagnir, Afldreifing, Glue, Lagnakerfi, rafhönnun, Revit, Rofar, Smáspennukerfi

Raflagnahönnun í byggingar og önnur mannvirki nær yfir marga ólíka verkþætti. Í raflagnahönnuninni er lagður grunnur að lagnaleiðum, rofum og tenglum, töflum, lýsingu, hús­stjórnarkerfi og öryggiskerfum.


Hjá EFLU starfa sérfræðingar á sviði raflagna, lýsingar­hönnunar og smáspennukerfa.

Tengiliður

Hönnun afldreifingar, lýsingar og smáspennukerfa (hússtjórnarkerfi og öryggiskerfi) er hluti af raflagnahönnun. 

Raflagnahönnunin fer yfirleitt fram í þrívíddarkerfinu Revit þar sem megináhersla er lögð á að hanna og samræma raflagnir innbyrðis með öðrum lagnakerfum s.s. vatnslögnum, úðurum (sprinkler), loftræsilögnum og fráveitu. 

EFLA veitir verktökum aðgang að skoðunarhugbúnaðinum Glue sem gefur starfsmönnum á verkstað möguleika á að skoða raflögn, lagnakerfi og byggingarlega þætti í þrívídd.

Faglegar lausnir og vönduð vinna

Við leggjum áherslu á vandaða vinnu og leggjum okkur fram um að veita einfaldar en faglegar lausnir í samráði við verkkaupa. Við vinnum og samræmum lagnir okkar í þrívídd. Við leggjum okkur fram um að hanna lýsingu sem stenst kröfur um góða innivist og arkitektúr.

Á meðal þjónustusviða eru

 • Hönnun lagnaleiða í Revit
 • Hönnun rafmagnstaflna og kerfismynda fyrir sérkerfi 
 • Almenn raflögn
 • Lýsingarhönnun
 • Afláætlanir
 • Smáspennukerfi 
 • Brunaviðvörunarkerfi
 • Neyðarlýsing
 • Gasslökkvikerfi
 • Aðgangskortakerfi, innbrotaviðvörunarkerfi, hússtjórnarkerfi (stýringar fyrir loftræsingu og lagnir)
 • Samræming með Revit og Glue
 • Kostnaðaráætlanir á frumstigi og á öðrum stigum hönnunar

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei