Leiðandi í orkuskiptum
EFLA er leiðandi í hönnun innviða fyrir raforkukerfi hérlendis, í Evrópu og víðar. Við erum stolt af því að gegna því mikilvæga hlutverki að tryggja örugga, hagkvæma og skilvirka orkuflutninga við fjölbreyttar aðstæður.
EFLA er alþjóðlegt þekkingarfyrirtæki sem vinnur á öllum sviðum verkfræði og tækni.
Við búum yfir áratuga reynslu og sköpum framsæknar lausnir með nýsköpun að leiðarljósi.
Haustúthlutun Samfélagssjóðs EFLU fór fram í dag og í þetta skipti fengu sex verkefni styrk úr sjóðnum.
Birta Kristín Helgadóttir, sviðsstjóri orku hjá EFLU, og Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sviðsstjóri samfélags hjá EFLU og fulltrúi í Loftslagsráði Íslands, tóku þátt í COP29 ráðstefnunni í Bakú.
EFLA bauð viðskiptavinum og samstarfsaðilum sínum á Suðurlandi til gleðskapar fyrir stuttu.
Lausnir byggðar á tæknilegri þekkingu gegna mikilvægu hlutverki við að móta sjálfbæra framtíð. Við hjá EFLU höfum yfir 30 ára reynslu af því að aðstoða viðskiptavini við að stýra rekstri á þann hátt að loftslagsáhrifum og öðrum neikvæðum áhrifum á umhverfið sé haldið í lágmarki. Saman vinnum við að sjálfbærum lausnum.
Nýtt og glæsilegt mannvirki, Hús íslenskunnar, hefur risið við Arngrímsgötu í Reykjavík.