Hönnun mannvirkja
Mannvirkjahönnun, Mannvirki, Hönnun mannvirkis, Mannvirki, Byggingar, Byggingasvið, Byggingamannvirki, Byggingahönnun, Byggingarhönnun
EFLA býr yfir 40 ára reynslu í hönnun mannvirkja og hefur verið leiðandi varðandi ráðgjöf á sviðinu. EFLA hefur verið í fararbroddi hvað varðar nýjar lausnir fyrir byggingamarkaðinn og mótað nýjar áherslur sem auka gæði og hagkvæmni bygginga.
Tengiliður
Ólafur Ágúst Ingason Byggingarverkfræðingur M.Sc. - Sviðsstjóri Sími: +354 412 6170 / +354 665 6170 Netfang: olafur.ingason@efla.is Reykjavík
Eitt af þeim sviðum sem EFLA leggur hvað mesta áherslu á í allri hönnun mannvirkja er innivist bygginga. Með innvist er átt við hljóðvist, byggingareðlisfræði (raki), gæði innilofts, hitastýringu og lýsingu.
EFLA telur að þessir þættir séu lykill að velgengni í mannvirkjaverkefnum. Gæði í innivistarmálum þarf ekki endilega að þýða hærri byggingarkostnað heldur kallar á útsjónarsemi í ráðgjöf og við val á lausnum.
Leiðandi á sviði mannvirkjagerðar
Hjá EFLU starfar reyndur og samhentur hópur ráðgjafa með mikla sérþekkingu á sviði mannvirkjagerðar og sveigjanleika til að mæta ólíkum þörfum verkkaupa.
Á meðal þjónustusviða eru
- Hönnun burðarvirkis
- Ráðgjöf vegna bruna- og öryggismála
- Vistvæn hönnun t.d. með tilliti til Breeam vottunar
- Viðhald og eftirlit með fasteignum
- Hljóðvistarráðgjöf og hljóðmælingar
- Innivist, loftgæði og heilsa
- Hönnun lagna og lotræsinga
- Raflagnar- og lýsingarhönnun
- Alhliða tækniteiknun
- Hönnun í BIM umhverfi