Byggingar

Lyngháls 4

EFLA flutti í nýjar höfuðstöðvar að Lynghálsi 4 í nóvember 2018. Húsnæðið, sem er í eigu Grjótháls ehf., var mikið gert upp og byggt var við húsið. Stærð byggingar er um 7.200 m2 og er á hæðum þess m.a. opin skrifstofurými, fundarherbergi, ráðstefnusalur, matsalur, einbeitingarrými og móttaka.

Upplýsingar um verkefnið

Verkkaupi
EYKT

Verktími
2017-2019

Staðsetning
Lyngháls 4 | 110 Reykjavík

Tengiliðir

Um hvað snýst verkefnið

Breytingar og endurbætur á rýmum auk hönnun nýrrar viðbyggingar að Lynghálsi 4. Gerðar voru miklar kröfur um góða innivist þar sem vönduð hljóðvist, lýsing og loftgæði væru til fyrirmyndar. Öll byggingarhönnun tók mið af umhverfisvænni nálgun út frá vistvottunarkerfi BREEAM.

EFLA sá um eftirfarandi þætti 

Burðarþol

Viðbygging  var reist við húsið ásamt því að byggt var hæð ofan á húsið og sá EFLA um alla verkfræðihönnun því tengdu en húsið er á fimm hæðum.

Lagna- og loftræsikerfi

EFLA sá um hússtjórnarkerfi hússins, þ.e. loftræsing fyrir aðalbyggingu, neysluvatnskerfi, kæliveita fyrir kælirafta á hæðum, loftræsisamstæða fyrir eldhús ásamt forhitakerfi fyrir eldhús, snjóbræðsla, loftræsisamstæða og hitakerfi eftirhitara fyrir bakhús.

Hússtjórnarkerfi

Skjámyndakerfi fyrir hússtjórnarkerfið var hannað með það í huga að það væri aðgengilegt og þægilegt fyrir rekstraraðila.

Rafkerfi

EFLA hannaði raf- og smáspennukerfi byggingarinnar og voru gerðar miklar kröfur til rekstraröryggis og uppitíma kerfa.

Lýsingarhönnun

Lagt var mikið upp úr vandaðri lýsingarhönnun, bæði í almennri lýsingu og öryggislýsingu. Allir lampar eru með LED perum.

Bruna- og öryggismál

Við brunahönnun byggingarinnar var m.a. gerðar reykflæðiútreikningar, flóttaleiðir skilgreindar og virkni brunatæknilegra kerfa við rýmingar- og viðbragðsmál tryggð.

Hjóðvist

Þar sem skrifstofurými eru opin var mikil áhersla lögð á vandaða hljóðvist vinnurýma. Þannig var kappkostað að lágmarka hljóð frá tæknibúnaði innanhúss og að hljóðeinangrun milli rýma væri góð. 

Byggingareðlisfræði

Hugað var að varma- og rakaflæði til að draga úr líkum á rakavandamálum sem geta leitt til örveruvaxtar og myglu. Reiknað var kuldabrúargildi og hermun (e: simulated) framkvæmd. 

Bílastæðahleðsla og hönnun stæða

EFLA sá um hönnun bílastæða við húsið og uppsetningu hleðslustöðva fyrir rafbíla, bæði eigin rafbíla og starfsmanna/gesta. 

Umhverfismál

Byggingin er hönnuð samkvæmt alþjóðlega vistvottunarkerfinu BREEAM til að mannvirkið hafi sem minnst neikvæð umhverfisáhrif, viðhaldsþörf minni og að byggingin sé heilsusamlegri fyrir notendur. 



Var efnið hjálplegt? Nei